Skessuhorn

3.10.2020

Skessuhorn 967 m. er einn af glæsilegustu tindum landsins og verðugt verkefni fyrir fjallafólk. Það gengur norður úr Skarðsheiði og er hluti af henni. Brattir klettaveggir einkenna fjallið en gönguleiðin liggur inn með fjallinu að vestanverðu og sveigir svo upp á tindinn úr suðri. Gangan á fjallið sjálft er nokkuð brött og krefjandi en við góðar aðstæður er hún vel fær flestum göngumönnum. Fyrsti hlutinn er um 5 km. að fjallinu um gróið land en svo taka við brattar skriður og í lokin er svo farið glæsilega leið milli klettabelta á tindinn.

Heildar göngutími: 7 klst.
Hæðarhækkun: 900 m.
Gönguvegalengd: 14 km.
Brottför: Áætluð brottför úr Reykjavík er kl. 8.
Akstur: Farið er á einkabílum. Ekið er í átt að Borgarnesi en áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni er beygt til hægri eftir Borgarfjarðarbraut (50). Eftir 8 km. er aftur beygt til hægri eftir Mófelsstaðavegi (507). Bílum er lagt eftir um 3 km. Nánari lýsing verður send til þátttakenda í tölvupósti.
Fararstjóri: Haraldur Örn Ólafsson

Breytingar vegna veðurs eða færis:

Við leggjum áherslu á að ganga í sem bestu veðri og aðstæðum til að fá sem mesta ánægju út úr útivistinni. Þess vegna munum við gera breytingar ef þörf krefur vegna veðurs eða aðstæðna. Breytingar geta verið að færa ferðina á annan dag eða velja annað sambærilegt verkefni í öðrum landshluta þar sem veðurspá er hagstæðari. Ef slíkar breytingar eru gerðar er hægt að fá gjaldið endurgreitt eða fá inneign fyrir aðra göngu.

TÍMALENGD

7 klst.

TEGUND FERÐAR

Fjallganga

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

4.000 kr.

DAGSKRÁ

Áætluð brottför úr Reykjavík er kl. 8. Ekið upp í Borgarfjörð á einkabílum. Fjallgangan tekur í heildina um 7 klst.