Kilimanjaro september 2023 greiðsla 2

3.9.2023

Greiðsla  2 vegna ferðar á Kilimanjaro september 2023

Bókun:

Hægt er greiða með því að smella á “Bóka ferð”. Fjárhæðin er kr. 100.000.-

Við mælum með að bóka fyrir einn í einu á nafni þátttakanda vegna kortatrygginga.

Skilmálar:

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

TÍMALENGD

9 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

100.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Sunnudagur 3. september 2023

Miðað er við að þátttakendur fljúgi frá Íslandi 2. september. Flugið er ekki innifalið en Fjallafélagið mun benda á tiltekna flugleið fyrir þá sem vilja ferðast saman. Ferðin hefst við komuna á Kilimanjaro flugvöllinn og er okkur ekið til bæjarins Moshi. Við undirbúum okkur fyrir ferðina og njótum sameiginlegs kvöldverðar. Gisting er á hóteli í tveggja manna herbergjum.

Mánudagur 4. september 2023

Eftir góðan morgunverð á hótelinu ökum við af stað og komum að Machame-hliðinu í þjóðgarðinn eftir um u.þ.b. klukkustundar akstur. Þarna hefst gangan okkar á Kilimanjaro í 1.640 m. hæð. Við byrjum á að skrá okkur inn í þjóðgarðinn og hittum svo innfædda burðarmenn og leiðsögumenn okkar. Síðan er haldið af stað í gönguna í inn í regnskóginn. Gangan þennan dag er um 11 km. og mikilvægt er að drekka vel af vatni. Á leiðinni stoppum við og borðum hádegismat. Í lok dags komum við í Machame-búðirnar (2835 m.) þar sem tjöldin okkar bíða. Gist er í tveggja manna tjöldum. Vegalengd er 11 km. og göngutími 5 til 7 tímar.

Þriðjudagur 5. september 2023

Við höldum áfram göngunni upp Kilimanjaro. Brattinn eykst og við yfirgefum regnskóginn en alpagróður og gresjur taka við. Í lok göngunnar komum við í Shira-búðirnar (3850 m.) þar sem við gistum um nóttina. Vegalengd 5 km. og göngutími 4 til 6 tímar.

Miðvikudagur 6. september 2023

Frá Shira búðunum (3.850m) göngum við upp að Hraunturninum (Lava tower 4600 m.) sem er hæsti punktur dagleiðarinnar. Við lækkum okkur síðan niður og gistum í Barranco tjaldbúðunum (3900 m.). Vegalengd 10 km. og göngutími 6 til 8 tímar.

Fimmtudagur 7. september 2023

Þessi dagur er fremur stuttur og nýtist vel til aðlögunar. Við göngum frá Barranco búðunum (3950 m) og byrjum á að klífa Barranco-vegginn sem er brött brekka þar sem stundum þarf að styðja sig við með höndum. Við höldum síðan niður í Karanga-dalinn og gistum í Karanga búðunum í 3960 m. hæð. Vegalengd 5 km. og göngutími 4 til 5 tímar.

Föstudagur 8. september 2023

Við göngum frá Karanga búðum upp í efst búðir á fjallinu sem nefnast Barafu camp (4680 m.). Hér er einstakt útsýni og sólsetur á Kilimanjaro er engu líkt. Einnig undirbúum við okkur fyrir gönguna á toppinn og förum snemma að sofa. Vegalengd 4 km. og göngutími 4 til 5 tímar.

Laugardagur 9. september 2023

Nú er komið að stóru stundinni og við leggjum af stað í gönguna á toppinn. Þetta er langur og erfiður dagur en verðlaunin eru að standa á Uhuru (5895 m.), hæsta tindi Afríku. Fyrsta takmark okkar er Stella Point sem er á gígbrúninni. Þetta er erfiðasti hluti göngunnar enda farinn í myrkri. Við njótum sólarupprásarinnar og höldum svo síðast hlutann á hæsta tindinn. Eftir stutt stopp og myndatökur á toppnum höldum við aftur niður í efstu búðir og borðum þar hádegismat. Svo höldum svo áfram, alveg niður í Mweka búðirnar í 3100 m. hæð. Vegalengd 5 km. upp og 12 km. niður. Göngutími 7 til 8 tímar upp og 5 til 6 tímar niður.

Sunnudagur 10. september 2023

Við göngum nú niður fjallið í gegnum frumskóginn að Mweka hliðinu þar sem við ljúkum fjallgöngunni. Síðan er okkur ekið á hótel í Arusha. Gist er á hóteli í tveggja mannaherbergi. Vegalengd 10 km. og göngutími 5 tímar.

Mánudagur 11. september 2023

Komið er að lokum ferðarinnar. Við kveðjum Afríku og okkur er ekið út á Kilimanjaro flugvöll og við höldum heim á leið. Einnig er í boði að framlengja ferðina og bæta við dögum safari ferð og/eða dögum á Zanzibar.