Hvannadalshnúkur 20.5.2023

18-21.5.2021

Ganga á Hvannadalshnúk 2.110 m. er einstök upplifun og eitthvað sem allir fjallgöngumenn verða að upplifa. Við göngum eftir hinni hefðbundnu Sandfellsleið. Í 1.100 metra hæð er komið á jökul og er þá farið í jöklalínu. Þá tekur við samfelld brekka upp á öskjubrúnina í 1.800 metra hæð en þessi kafli þykir mörgum erfiðastur. Nú blasir Hnjúkurinn við og handan sléttunnar. Eftir 2,5 km. á sléttum jökli hefst loka áfanginn upp á hæsta tind landsins. 

Brottför ræðst af veðurspá

Við leggjum mikið upp úr að fara í sem bestu veðri á toppinn. Því þurfa þátttakendur að taka frá dagana 18. til 21. maí. Frí er á uppstigningardag sem er fimmtudagur og þarf að gera ráð fyrir fríi á föstudeginum. Lagt er af stað úr bænum síðdegis daginn fyrir uppgöngudag. Ekið er heim daginn eftir uppgöngu og þurfa þátttakendur því að vera tilbúnir að mæta heim í síðasta lagi um hádegi á mánudeginum. Athugið að gjald er ekki endurgreitt ef einhver þessara daga henta ekki.

Við munum gefa út upplýsingar um veðurútlit og líklegan uppgöngudag að morgni þriðjudagsins fyrir göngu.

Fararstjórn

Örvar Þór Ólafsson og Ragnar Antoniussen ásamt fleiri fararstjórum Fjallafélagsins.

Gisting

Hver og einn þátttakandi sér um gisingu en Fjallafélagið mun benda á þann gistimöguleika sem best hentar.

Búnaður

Ísöxi, jöklabroddar og klifurbelti með karabínu er skylda. Einnig þarf að hafa með höfuðljós. Nánari upplýsingar um búnað er að finna á: ÚTBÚNAÐARLISTI FYRIR JÖKLAFERÐ

TÍMALENGD

14 klst.

TEGUND FERÐAR

Jöklaganga

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

29.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Heildar göngutími: 14 klst.

Hæðarhækkun: 2.000 m.

Gönguvegalengd:  25 km.

Brottför/mæting: Farið er á einkabílum austur í Öræfi daginn fyrir gönguna. Hver og einn sér um gistingu fyrir sig. Mæting er við Sandfell en upplýsingar um hvenær gangan hefst verða sendar daginn áður.

Ökuferðin: Ekið er austur í Öræfi eftir þjóðvegi nr. 1.