Huldufjöll og Kötlujökull 12.8.2023

12.8.2023

Dagsferð um ævintýraheim undir Mýrdalsjökli

Krefjandi en heillandi dagsferð þar sem gengið er um stórbrotna náttúru undir suðaustanverðum Mýrdalsjökli.  Þátttakendur í þessari dagsgöngu upplifa andstæður sem eiga sér varla hliðstæðu á Íslandi. Gengið er upp Höfðabrekkuafrétt úr Þakgili. Á Rjúpnagilsbrúnum birtist magnað sjónarspil þar sem Mýrdalsjökull brotnar fram af brúnunum og spýtir einhverjum hæstu fossum Íslands út úr lóðréttu klettastálinu. Gengið niður brattar brekkur í faðm Huldufjalla þar sem við komumst í návígi við náttúruöflin sem eru þarna á fleygiferð. Gengið um úfinn Kötlujökul og síðan aftur upp á Höfðabrekkuafréttinn og til baka yfir í Þakgil.

Lengd ferðar

Gangan er um 21 km löng með 1.200 metra hækkun/lækkun og tekur um 10 klst. Gangan er því nokkuð krefjandi og fara þarf upp og niður brattar brekkur og ganga á ósléttum skriðjökli á jöklabroddum. Ekki er farið fram á sérstaka reynslu af fjallaferðum eða notkun jöklabúnaðar en þátttakendur þurfa að vera tilbúnir í langan dag.

Praktísk atriði
  • Gangan hefst og endar í Þakgili.
  • Þátttakendur skipuleggja ferðir og gistingu á eigin vegum. Í Þakgili er gott tjaldstæði og gisting í smýhýsum. Einnig hægt að gista í nágrenninu, t.d. Vík.
  • Mæting í Þakgil kl. 8:30 að morgni brottfarardags. Stuttur fundur og afhending á jöklabúnaði. Gangan hefst stundvíslega kl. 9:00.
  • Akstur frá Reykjavík í Þakgil tekur um 3 til 3,5 klst. Frá Vík í Þakgil um 1 klst.
  • Símasamband er takmarkað í Þakgili.
  • Vegurinn í Þakgil er fólksbílafær
Innifalið

Leiðsögn

Bókanir/fjöldi

Smelltu á “Bóka ferð” til þess að ganga frá greiðslu með korti. Fjöldi í ferð: lágmark 12 / hámark 24 farþegar.

Helsti búnaður
  • Millistífir eða stífir gönguskór með grófum sóla
  • 35-45 lítra bakpoki með festingum fyrir stafi/ísöxi
  • Göngustafir
  • Ísexi og jöklabroddar
  • Einangrunarúlpa, húfa og vettlingar og skelfatnaður
  • Gott nesti fyrir lengri dag og uþb 1,5 lítri af vatni/drykkjum
Breytingar

Fjallafélagið áskilur sér rétt til þess að fresta göngu um einn dag ef veðurspá er afgerandi betri næsta dag. Slík tilkynning er send á þátttakendur með 48 klst. fyrirvara.

Fararstjórar

Fararstjórar eru útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir. Þau hafa mikla reynslu af fjallamennsku og leiðsögn innanlands sem utan.

 

 

TÍMALENGD

10 klst.

TEGUND FERÐAR

Gönguferð

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

16.900 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Laugardagur 12. ágúst 2023

Mæting í Þakgil kl. 8:30. Stuttur fundur og afhending á jöklabúnaði. Gangan hefst stundvíslega kl. 9:00 og tekur um 10 klst.