Hrútsfjallstindar

15.5.2021

Gengið verður á Hátind 1.875 m. sem er hæsti tindur Hrútsfjalltinda. Um er að ræða óumdeilanlega stórbrotnustu tinda landsins. Þrátt fyrir að þeir séu lægri en Hvannadalshnúkur þá eru þeir nokkuð meira krefjandi. Þetta er því verðugt verkefni fyrir þá sem gengið hafa á Hnjúkinn og vilja frekari áskoranir.

Heildar göngutími: 15 klst.

Hæðarhækkun: 2.000 m.

Gönguvegalengd:  23 km.

Brottför/mæting: Farið er á einkabílum austur í Öræfi daginn fyrir gönguna. Hver og einn sér um gistingu fyrir sig. Mæting er við Svínafellsjökul en upplýsingar um hvenær gangan hefst verða sendar daginn áður.

Ökuferðin: Ekið er austur í Öræfi eftir þjóðvegi nr. 1.

Búnaður: Þátttakendur verða að mæta með jöklabúna: Ísöxi, mannbrodda og jöklabelti. Búnaðarlista má nálgast hér.

Breytingar vegna veðurs eða færis:

Við leggjum áherslu á að ganga í sem bestu veðri og aðstæðum til að fá sem mesta ánægju út úr útivistinni. Þess vegna munum við gera breytingar ef þörf krefur vegna veðurs eða aðstæðna. Sunnudagurinn er varadagur fyrir gönguna og verða þátttakendur að vera tilbúnir að gera ráðstafanir til að ganga þann dag.

TÍMALENGD

15 klst.

TEGUND FERÐAR

Fjallganga

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

ALMENNT VERÐ

29.000 kr.

FJALLAFÉLAGAR

24.650 kr.

Out of stock

DAGSKRÁ

Ekið er austur í Öræfi daginn fyrir gönguna.

Hver og einn sér um gistingu fyrir sig.

Lagt er af stað í gönguna frá Svínafellsjökli og tekur ferðin um 15 klst.

MYNDIR

GERAST FJALLAFÉLAGI