Hróarstindur

22. maí 2022

Dagsferð á fáfarinn tind

Hróarstindur er spennandi verkefni fyrir fjallafólk en þessi tindur er nokkuð falinn í glæsilegum fjallasal, nánar tiltekið í Hafnardal á milli Hafnarfjalls og Blákolls ofan Leirársveitar. Toppurinn er í 775 m. hæð en þaðan er glæsilegt útsýni; Skarðsheiðin er í næsta nágrenni og þá sést vestur á Snæfellsjökul og suður til Keflavíkur á góðum degi.

Lengd ferðar

Gangan er 14 km löng með 850 metra hækkun og tekur uþb 6 klst.

Fyrir hverja?

Gangan höfðar til breiðs hóps útivistarfólks. Ekki er farið fram á sérstaka reynslu af fjallaferðum en þátttakendur þurfa að vera tilbúnir í 6 klst. göngu með tilheyrandi hækkun og brattri brekku á lokakaflanum á tindinn.

Innifalið

Leiðsögn reyndra fararstjóra Fjallafélagsins

Helsti búnaður
  • Millistífir eða stífir gönguskór með grófum sóla
  • Uþb 30-40 lítra bakpoki
  • Göngustafir og hálkubroddar
  • Einangrunarúlpa, húfa og vettlingar og skelfatnaður
  • Gott nesti fyrir lengri dag og 1 til 1,5 lítri af vatni/drykkjum
Fararstjórar

Fararstjórar eru útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir. Þau hafa mikla reynslu af fjallamennsku og leiðsögn innanlands sem utan.

 

 

TÍMALENGD

6 klst.

TEGUND FERÐAR

Gönguferð

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

11.900 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Sunnudagur 22. maí

Brottför frá Reykjavík kl. 9:15. Gangan hefst kl. 10 og tekur u.þ.b. 6 klst.

 

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.