Grunnbúðir Everest 23.apríl 2023 greiðsla #2

23.04.2023

 

Fjallafélagið stendur fyrir gönguferð í grunnbúðir Everest og á Kalapatthar í lok apríl 2023.

Hægt er að ganga frá greiðslunni með því að smella á “Bóka ferð”. Greiðslan er kr. 220.000.

TÍMALENGD

17 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

kr. 485.000

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

23. apríl. Kathmandu

Lent í Kathmandu þar sem gist verður á góðu hóteli.

24. apríl. Kathmandu

Skoðunarferð um Kathmandu. Skoðuð verða helstu kennileiti eins og Durbar Square, Pashupatinath Temple og Boudhanath Stupa.

25. apríl. Kathmandu – Lukla – Phakding (2610m)

Fljúgum til Lukla þar sem við hittum leiðsögumenn okkar og burðarmenn. Ferðin hefst með 3 tíma göngu til þorpsins Phakding. Þorpið er staðsett í fallegum dal og þessi fyrsti hluti göngunnar er að mestu niður í móti.

26. apríl. Phakding – Namche Bazaar (3440m)

Þetta er fyrsti alvöru göngudagurinn og það mun taka okkur um 6 tíma að ganga upp í Namche Bazaar sem er höfuðborg sjerpanna. Fjallarisar birtast fyrir ofan en djúp gljúfur fyrir neðan. Leiðin liggur meðal annars um hengibrýr hátt yfir Dudh Kosi ánni.

27. apríl. Namche Bazaar aðlögunarganga (3440m)

Við förum í 4 tíma aðlögunargöngu upp í Everest view hótelið (3.800m) og nýtum restina af deginum til að skoða okkur um í Namche.

28. apríl. Namche Bazaar – Tengboche – Deboche (3820m)

Leiðin liggur upp í stórkostlegt landslag. Tengboche er einn helgasti staður Nepal og þar er klaustur hvaðan njóta má útsýnis til Everest og Ama Dablam. Áfram er haldið og við lækkum okkur niður til þorpsins Deboche. Gangan tekur um 5 tíma.

29. apríl. Deboche – Dingboche (4410m)

Höldum áfram upp dalinn til móts við fjallarisa. Við sjáum Ama Dablam hátt yfir okkur og framundan Lhotse og tind Everest. Við endum gönguna í þorpinu Dingboche. Gangan tekur 5-6 tíma.

30. apríl. Dingboche aðlögunarganga

Við hvílumst nú til að venjast þunna loftinu en förum í 4 tíma aðlögunargöngu og sjáum vonandi Makalu sem er eitt af hæstu fjöllum heims. Gistum aðra nótt á sama stað.

1. maí. Dingboche – Lobuche (4910m)

Við höldum áfram og landslagið verður hrjóstrugra. Göngum á um 5 tímum upp til þorpsins Lobuche sem er á mörkum hins byggilega heims í þessum dal. Nú fer lokatakmarkið að nálgast en loftið að þynnast að sama skapi.

2. maí. Lobuche – Grunnbúðir Everest – Gorakshep (5125m)

Við höldum nú upp í grunnbúðir Everest (5300m) og við virðum fyrir okkur þennan sögufræga stað og Khumbu ísfallið fyrir ofan. Eftir að hafa sett okkur í spor Hillary og Tensing í örlitla stund, höldum við niður í smáþorpið Gorakshep og gistum þar um nóttina.

3. maí. Ghorakshep – Kala Patthar – Pheriche (4.240m)

Snemma morguns klífum við tindinn Kala Pattahar (5645m) og njótum stórfenglegs útsýnis yfir Everest og aðra fjallarisa. Síðan göngum við niður í þorpið Pheriche. Þetta er lengsta dagleiðin, 8-9 tímar.

4. maí. Pheriche – Phortse (3840m)

Haldið niður í súrefnisríkara loft. Við stoppum um miðjan dag í Pangboche þar er fallegt klaustur sem við skoðum. Síðan höldum við áfram niður til Phortse þar sem er klifurskóli fyrir sherpa. Gangan tekur 6-7 tíma.

5. maí. Phortse – Monjo (2835m)

Við höldum áfram niður dalinn. Komum við í Namche Bazaar en höldum svo áfram niður til Monjo og gistum þar um nóttina.

6. maí. Monjo – Lukla (2860m)

Þetta er síðasti dagur göngunnar og við höldum aftur til Lukla þar sem við fögnum áfanganum og gistum um nóttina.

7. maí. Lukla – Kathmandu

Flogið aftur til Kathmandu og gistum á góðu hóteli. Restin af deginum er frjáls tími til að slaka á eftir gönguna eða skoða Thamel.

8. maí. Kathmandu

Frjáls tími í Kathmandu. Hér er nóg að sjá og upplifa.

9. maí. Heimferð

Við höldum út á flugvöll og hefjum ferðina heim.