Greiðsla fyrir Mont Blanc hringinn 6. til 13. ágúst

6.8.2022

*Ferðin er uppseld

GREIÐSLA FYRIR MONT BLANC HRINGINN 6. TIL 13. ÁGÚST 2022.

SMELLIÐ Á “BÓKA FERД

Skilmálar:

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

TÍMALENGD

8 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

295.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Dagur 1, laugardagur 6. ágúst:

Flogið til Genfar í Sviss þar sem við lendum um kl. 13:00 og ökum í rúma klukkustund til franska bæjarins Chamonix sem
er einn stór dótakassi fyrir fjallafólk. Frjáls tími það sem eftir er dags og gist á hóteli.

Dagur 2, sunnudagur 7. ágúst:

Keyrum til þorpsins Les Contamines þar sem við hefjum gönguna. Hækkum okkur fljótlega eftir gömlum rómverskum stíg, alla leið upp í fjallaskarðið Col de la Croix du Bonhomme þar sem við gistum í skála sem fær allar sínar  vistir með þyrlu.
Vegalengd 12 km. Hækkun 1.250 m. Lækkun 0 m.

Dagur 3, mánudagur 8. ágúst:

Frá Croix du Bonhomme er gengið yfir annað fjallaskarð þar sem við náum hæsta punkti ferðarinnar í 2.665 m. hæð. Síðan er snörp lækkun uns komið er að Les Mottets þar sem við borðum hádegismat. Þá tekur við ansi brött fjallshlíð sem endar á landamærum Frakklands og Ítalíu þar sem Mt. Blanc blasir við. Þaðan er þægileg ganga niður í ótrúlega fallega staðsettan skála, Refugio Elisabetta, sem stendur undir skriðjökli.
Vegalengd 18 km. Hækkun 1.100 m. Lækkun 1.200 m.

Dagur 4, þriðjudagur 9. ágúst:

Gengið frá Elisabetta meðfram fjallshlíð þar sem útsýnið er stórfenglegt á Mont Blanc, tindana í kring, skriðjökla, jökulruðninga o.fl. Ógleymanlegur dagur. Endum á hóteli í Courmayeur.
Vegalengd 17 km. Hækkun 530 m. Lækkun 1430 m.

Dagur 5, miðvikudagur 10. ágúst:

Gengið frá Courmayeur til fjallaskálans Rifugio Bonatti. Eftir stutt stopp höldum við niður í Val Ferret dalinn og tökum rútu til Chamonix þar sem við gistum á fjögurra stjörnu hóteli.
Vegalengd 11 km. Hækkun 870 m. Lækkun 650 m.

Dagur 6, fimmtudagur 11. ágúst:

Göngum frá Tré-le-Champ í botni Chamonix dalsins upp að Lac Blanc sem er jökullón í um 2.350 metra hæð en í góðu skyggni er engu líkt að sjá Mt. Blanc fjallgarðinn speglast í lóninu. Göngum síðan niður að La Flegere fjallaskálanum þaðan sem við tökum kláf tilbaka niður í Chamonix.
Vegalengd 10 km. Hækkun 1.000 m. Lækkun 500 m. Gisting á fjögurra stjörnu hóteli.

Dagur 7, föstudagur 12. ágúst:

Við stefnum hátt í dag og byrjum á að taka kláf snemma um morguninn upp á Aiguille du Midi 3.842 m. hæð þar sem opnast stórbrotið útsýni til fjallarisanna. Við höldum síðan áfram með minni kláfum yfir til Pt. Helbronner í 3462 m. en það er mikil upplifun að upplifa að standa upp á slíkum fjallatindi. Við förum svo í spennandi jöklagöngu frá Pt. Helbronner. Við endum daginn aftur í Chamonix og gistum á fjögurra stjörnu hóteli.

Vegalengd 5 km. Hækkun 100 m. Lækkun 100 m.

Dagur 8, laugardagur, 13. ágúst:

Heimferð. Rúta frá Courmayeur til flugvallarins í Genf.

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.