Fjallkyrjur II vor 2023
Janúar - maí
Fjallkyrjur II – Þar sem hjartað slær
Fjallkyrjur II er nýjung hjá Fjallafélaginu. Við erum stolt af því að bjóða uppá lokaðan hóp fyrir konur, sem vilja fara í fjölbreyttar göngur og njóta útiveru í skemmtilegum hópi kvenna.
Hópurinn hentar þeim sem hafa verið að ganga og vilja fara aðeins hraðar yfir.
Dagskráin hefst í lok janúar og stendur út maí. Farið verður í göngur annað hvert þriðjudagskvöld kl 18 og annan hvern laugardag kl 10.
Endað er á skemmtilegri gönguhelgi í Básum í lok maí, frá föstudegi til sunnudags, Greiða þarf sérstaklega fyrir rútu og gistingu þá helgi.
Fyrir göngurnar hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og sameinumst í bíla.
Ef veðurspá er óhagstæð getur dagskráin breyst. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað eða að fella göngu niður vegna sérstaklega óhagstæðra skilyrða. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti tímanlega fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum. Einnig er lokaður Facebook hópur notaður til samskipta.
Fjallkyrjur II í hnotskurn
- Gengið á 4x í mánuði frá janúar til maí – á þriðjudögum og laugardögum
- 19 fjallaferðir í heildina, þar af ein helgarferð
- Gott utanumhald og frábær félagsskapur
Fararstjórar
Kolbrún Björnsdóttir stýrir verkefninu en með henni verða Bára Mjöll Þórðardóttir, Dögg Ármannsdóttir og Eyrún Viktorsdóttir
Innifalið
- Leiðsögn, fræðsla og utanumhald í 19 ferðum
- Afsláttarkjör hjá samstarfsaðilum – Fjallakofinn og Garminbúðin
Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.
Öryggismál, tryggingar og skilmálar
Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar. Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 21. janúar 2023.
DAGSKRÁ
Dags | Ganga | Lengd | Hækkun | |
21. jan | lau. | Grímannsfell | 6 km | 380 m |
31. jan | þri. | Mosfell | 4 km | 220 m |
4. feb | lau. | Stóri Meitill | 5 km | 300 m |
14. feb | þri. | Stórhöfði og Hvaleyrarvatn | 6 km | 150 m |
18. feb | lau. | Tröllafoss, Þríhnúkar og Haukafjöll | 6 km | 380 m |
28. feb | þri. | Reykjaborg og Lali | 6,5 km | 350 m |
4. mars | lau. | Brynjudalur / Botnsdalur | 7,5 km | 250 m |
14. mars | þri. | Hjálmur | 5 km | 380 m |
18. mars | lau. | Brekkukambur | 7 km | 640 m |
28. mars | þri. | Helgafell Hafnarfirði | 6 km | 280 m |
1. apríl | lau. | Trana í Kjós | 9 km | 650 m |
11. apríl | þri. | Heiðmörk | 7,5 km | 150 m |
15. apríl | lau. | Hrútafjöll | 9,5 km | 500 m |
25. apríl | þri. | Vatnshlíðarhorn | 6 km | 300 m |
29. apríl | lau. | Glymur yfir Hvalskarðsá | 8 km | 420 m |
9. maí | þri. | Fjallafélagshringur í Esju | 8 km | 550 m |
13. maí | lau. | Akrafjall hringur | 14 km | 620 m |
23. maí | þri. | Móskarðahnúkar | 8 km | 700 m |
26.-28. maí | helgi | Goðaland – Þórsmörk |