Fjallkyrjur I haust 2023
September - desember
Fjallkyrjur I – Þar sem hjartað slær
Fjallkyrjur I heldur áfram hjá Fjallafélaginu. Við erum stolt af því að bjóða uppá lokaðan hóp fyrir konur, sem vilja koma sér af stað í fjallgöngum og njóta útiveru í skemmtilegum hópi kvenna.
Hópurinn hentar þeim sem eru að byrja í göngum og þeim vanari sem vilja njóta og ganga aðeins hægar yfir.
Dagskráin hefst í byrjun september og lýkur í byrjun desember. Farið verður í göngur annað hvert miðvikudagskvöld kl 18 og annan hvern sunnudag kl 10.
Fyrir styttri göngurnar þá hittumst við upphafsstað göngunnar. Þegar við förum í lengri göngurnar þá hittumst við á höfuðborgarsvæðinu og sameinumst í bíla.
Ef veðurspá er óhagstæð getur dagskráin breyst. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað eða að fella göngu niður vegna sérstaklega óhagstæðra skilyrða. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti tímanlega fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum. Einnig er lokaður Facebook hópur notaður til samskipta.
Fjallkyrjur I í hnotskurn
- Gengið á fjall 4x í mánuði frá september til byrjun desember – á miðvikudögum og sunnudögum
- 14 fjallaferðir í heildina
- Gott utanumhald og frábær félagsskapur
Fararstjórar
Kolbrún Björnsdóttir stýrir verkefninu en með henni verða Bára Mjöll Þórðardóttir, Dögg Ármannsdóttir og Bjarnþóra Egilsdóttir // Eyrún Viktorsdóttir er í fæðingarorlofi
Innifalið
- Leiðsögn, fræðsla og utanumhald í 14 ferðum
- Afsláttarkjör hjá samstarfsaðila -Fjallakofinn
Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmark 25
Öryggismál, tryggingar og skilmálar
Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar. Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 6. september 2023.
TÍMALENGD
3 mánuðir
TEGUND FERÐAR
Gönguhópur
INNIFALIÐ
Sjá lýsingu
ERFIÐLEIKASTIG
VERÐ
59.000 kr.
Availability: In stock
DAGSKRÁ
Dags | Ganga | Lengd | Hækkun | |
6. sept | mið | Mosfell | 4 km | 220 m |
10. sept | sun | Þorbjörn | 4 km | 200 m |
20. sept | mið | Lyklafell | 4,5 km | 100 m |
24. sept | sun | Blákollur | 5,5 km | 360 m |
4. okt | mið | Fjallið eina og Sandfell | 5,5 km | 250 m |
8. okt | sun | Miðfell og Dagmálafell | 8,5 km | 380 m |
18. okt | mið | Úlfarsfell | 4,5 km | 220 m |
22. okt | sun | Akrafjall | 5,5 km | 500 m |
1. nóv | mið | Helgafell | 6 km | 280 m |
5. nóv | sun | Eldvörpin | 11 km | 100 m |
15. nóv | mið | Stórhöfði og Hvaleyrarvatn | 6 km | 150 m |
19. nóv | sun | Arnarfell á Þingvöllum | 5 km | 150 m |
29. nóv | mið | Hobbitastígur og Vífilsstaðahlíð | 5 km | 50 m |
3. des | sun | Kjalarnestá | 7 km | 50 m |