Fjallastígar Dólómítana – Leonardo hotel 7.september
7.9.2023
Leonardo Royal hotel Venice 7.september í eina nótt.
Verð á mann 14.950 með morgunverði
STAÐFEST BROTTFÖR
Draumur í Dóló
Ítölsku Dólómítarnir eru heillandi útivistarparadís sem íslenskt fjallafólk verður að upplifa! Þeir bjóða ekki bara upp á frábærar skíðabrekkur fyrir veturinn heldur einnig risastórt net af göngustígum, hjólastígum, Via ferrata klifurleiðum og fjallaskálum. Þessi ferð er blanda af fallegum göngum, ógleymanlegu brölti ásamt sjarmerandi bæjarlífinu í Cortina d´Ampezzo sem er sannkallað hjarta Dólómítana. Ferðin verður farin 7. – 14. september 2023 og við gistum 6 nætur á hóteli í miðbæ Cortina sem er þekktur fyrir sjarmerandi byggingar, góða veitingastaði, útivistarverslanir og fleira. Ferðin er miðuð við flug með Play til Feneyja. Fyrsta daginn er gist í Feneyjum. Síðasta daginn er farið snemma til Feneyja og gefst tækifæri til að njóta þessarar einstöku borgar áður en flogið er heim seint um kvöldið.
Via ferrata – hvað er það?
Via ferrata þýðir “járnvegur” og vísar til stálvíra og stiga sem er fléttað inn í gönguleiðir til þess að ferðafólk komist leiðar sinnar með öruggum hætti. Þessar leiðir voru fyrst lagðar með skipulögðum hætti í fyrri heimsstyrjöldinni en þær eru um 600 talsins í Dólómítunum. Í þessari ferð förum við eina Via ferrata leið sem er auðveld og ætti að vera á allra færi. Á nokkrum öðrum stöðum eru vírinn á gönguleið okkar (ekki skilgreindar sem Via ferrata leiðir) til stuðnings og til að hámarka öryggi. Einnig er í boði að bæta við via ferrata klifri eins og kemur fram í lýsingu.
Innifalið
- Íslensk fararstjórn
- Akstur frá Feneyjum til Cortina
- Akstur frá Cortina til Feneyja
- Gisting á þriggja stjörnu hóteli með morgunverði í miðbæ Cortina (6 nætur)
- Þrír sameiginlegir kvöldverðir í Cortina (sjá lýsingu)
- Öll leiðsögn og akstur á göngudögum
- Leiga á Via ferrata “kitti”
- Undirbúningsfundur og búnaðarlisti
Ekki innifalið:
- Millilandaflug
- Hádegisverðir
- Þrír kvöldverðir í Cortina (sjá lýsingu)
- Gisting í Feneyjum fyrstu nóttina
Hægt er að fá gistingu í eins manns herbergi á hóteli gegn aukagjaldi. Hægt er að framlengja ferðina og eru þátttakendur þá á eigin vegum. Flug er ekki innifalið í ferðinni og sér hver og einn þátttakandi um að bóka flug en Fjallafélagið mun benda á ákveðin flug sem henta frá Íslandi.
Tryggingar
Þátttakendur sjá sjálfir um að kaupa forfalla- og ferðatryggingu. Fjallafélagið mælir með að þátttakendur kaupi sérstaka forfallatryggingu um leið og ferðin er bókuð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að tryggingin nái yfir kostnað við ferðina í heild sinni (ekki aðeins yfir fargjald og gistikostnað).
Bókun
Hægt er að bóka ferðina með því að smella á „Bóka ferð“ og greiða staðfestingargjald. Staðfestingargjald að upphæð kr. 35.000 er óendurkræft.
Skilmálar
Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/
Fararstjóri
Fararstjóri er Haraldur Örn Ólafsson
TÍMALENGD
8 dagar
TEGUND FERÐAR
Utanlandsferð
INNIFALIÐ
Sjá lýsingu
ERFIÐLEIKASTIG
VERÐ
295.000 kr.
Availability: In stock
DAGSKRÁ
Dagur 1, fimmtudagur 7. september
Ferðin miðast við að flogið sé með Play frá Íslandi til Feneyja og er lent kl. 21:05. Gist er á hóteli í Feneyjum sem Fjallafélagið mælir með (ekki innifalið).
Dagur 2, föstudagur 8. september
Um morguninn gerum við okkur klár og förum með rútu að upphafsstað fyrstu göngunnar. Við hefjum leik á gönguleið sem er ein af perlum Dólómítana sem heitir Croda da Lago. Leiðin liggur að Lago Federa vatninu. Stoppum í Rifugio Croda da Lago skálanum og fáum okkur létta hressingu. Gengið áfram í kringum fjallið Cima Abrizzola (2715 m.). Beygjum svo inn á hina þekktu Alta Via 1 gönguleið og höldum áfram í áttina að Pass Giau skarðinu þar sem gangan endar. Hópnum er svo ekið á hótelið okkar í Cortina d´Ampezzo þar sem farangurinn bíður okkar. Kvöldverður á eigin vegum. Vegalengd 15 km. Hækkun 1.050 m. Lækkun 450 m.
Dagur 3, laugardagur 9. september
Við byrjum göngu dagsins í Passo Giau skarðinu og höldum á Nuvolau fjall (2574 m.) sem bíður upp á stórkostlegt útsýni á þekkt fjöll eins og Cristallo, Marmolada og Tofane. Á leiðinni er auðveld via ferrata leið (La Gusela) þar sem við smellum okkur í vírinn til að tryggja öryggi. Höldum áfram niður að fjallinu og eftir matarhlé. Hér verður í boði að bæta við via ferrata klifri á Averau fjall á meðan aðrir í hópnum slaka á í hádegispásu. Næst skoðum við Cinque Torri klettana sem er eitt af þekktustu fjöllum Dólómítana. Göngum áfram niður í skóglendi og niður á veg þar sem rútan sækir okkur. Sameiginlegur kvöldverður í Cortina (innifalinn). Vegalengd 12 km. Hækkun 550 m. Lækkun 900 m.
Dagur 4, sunnudagur 10. september
Þennan þriðja göngudag skoðum við söguminjar eftir seinni heimsstyrjöldina. Við göngum upp Lagazuoi fjall en það geymir göng, loftvarnarbirgi, hella og fleira en þarna var háð um 2 ára stríð á milli Ítala annars vegar og Austurríkismanna/Ungverja hins vegar. Sögunni er komið á framfæri með varðveittum minjum frá stríðinu sem sýna glöggt þær harðneskjulegu aðstæður sem hermennirnir bjuggu við. Við göngum upp göng og stiga með hjálm og höfuðljós. Hádegisverður í Rifugio Lagazuoi skálanum sem er í hæstur allra skála í Dólómítunum, 2750 m. Síðan er gengið niður fjallið með via ferrata búnað meðferðis og í rútuna sem ekur okkur aftur til Cortina. Sameiginlegur kvöldverður í Cortina (innifalinn). Vegalengd 13 km. Hækkun 900 m. Lækkun 900 m.
Dagur 5, mánudagur 11. september
Í dag er frjáls dagur og ferðalöngum í sjálfsvald sett hvað þeir nýta daginn í. Við getum ráðlagt göngu og/eða hjólaleiðir og aðstoðað við leigu á hjólum. Gott að nýta daginn í hvíld enda hörku dagur á morgun. Í boði verður að fara í via ferrata klífur með fararstjóra. Kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 6, þriðjudagur 12. september
Við ökum nú til Sexten Dólómítana og heimsækjum Tre Cime þjóðgarðinn. Þar er m.a. að finna “Tindana þrjá af Laverado” (Tre Cime Laverado / Drei Zinnen) sem er klárlega frægasta kennileiti í öllum Dólómítunum. Fjöllin voru áður landamæri Austurríkis og Ungverjalands en í dag skilja þau að ítölsku héröðin Suður Týról og Belluno. Við göngum ævintýralegan hring og skoðum þetta stórbrotna umhverfi úr öllum áttum. Hér verður í boði að klífa via ferrata á Torre Di Toblin á meðan aðrir úr hópnum taka hádegishlé. Kvöldverður á eigin vegum. Vegalengd 13 km. Hækkun 750 m. Lækkun 750 m.
Dagur 7, miðvikudagur 13. september
Síðasti dagurinn í Cortina þar sem við nýtum tímann til að ganga upp að hinu litríka Lago Sorapis vatni sem er fyrir ofan Cortina. Leiðin liggur í gegnum fallegan skóg og upp í fjallasal þar sem blágrænt vatnið er staðsett í rúmlega 1.900 metra hæð. Tindar eins og Punta de Sorapis (3.205 m.) gnæfa yfir okkur. Einnig verður í boði að klifra stutta Via ferrata er kallast Col de Bos. Vegalengd 12 km. Hækkun 450 m. Lækkun 450 m. Sameiginlegur kvöldverður í Cortina (innifalinn).
Dagur 8, fimmtudagur, 14. september
Við ökum um morguninn frá Cortina til Feneyja þar sem tækifæri gefst til að skoða þessa einstöku borg. Í lok dags er haldið út á flugvöllinn í Feneyjum og flogið heim til Íslands. Miðað er við að hópurinn fljúgi með Play kl. 22:05.