Fjallahlaup um Mont Blanc 12.8.2023 Kvennaferð

12.08.2023

  • Staða ferðar:  Uppseld.

*Dagskrá ferðarinnar getur breyst og er sett fram með fyrirvara um bókanir á gistingu

Hér er um að ræða einstaka kvennaferð þar sem hlaupinn er hringurinn um Mont Blanc fjallgarðinn. Mont Blanc hringurinn (Tour du Mont Blanc eða TMB) er þekktast hlaupaleið Alpanna og er UTMB hlaupið einn stærsti fjallahlaupaviðburður heims. Hringurinn býður upp á einstaka náttúrufegurð og óviðjafnanlegt útsýni. Grænir dalir, fjallaskörð, jöklar og glæsilegir tindar er meðal þess sem ber fyrir augu.

Í þessari ferð ætlum við að hlaupa Mont Blanc hringinn á 6 dögum auk tveggja ferðadaga. Verður hún farin 12. – 19. ágúst 2023.

Innifalið:
  • Undirbúningsfundur
  • Rútuferðir, frá flugvellinum í Genf til Chamonix og til baka
  • Rútuferðir eins og tilgreint er í lýsingu
  • Flutningur á farangri milli gististaða
  • Gisting í 7 nætur eins og tilgreint er í lýsingu í tveggja manna herbergjum eða í svefnsal í fjallaskálum og gistiheimilum
  • 7 morgunverðir
  • Kvöldverðir eins og tilgreint er í lýsingu
  • Íslensk fararstjórn

Hægt er að fá gistingu í eins manns herbergi á hótelum gegn aukagjaldi.
Hægt að framlengja ferðina og eru þátttakendur þá á eigin vegum.
Flug er ekki innifalið í ferðinni og sér hver og einn þátttakandi um að bóka flug til Genf og til baka.

Fararstjórar:

Rakel Mánadóttir og Ása Björg Tryggvadóttir.

Hámarksfjöldi:

18

Undirbúningur:

Þessi ferð er krefjandi og aðeins fyrir þá sem hafa góðan grunn í hlaupum. Einnig er mikilvægt að þátttakendur þjálfi sig vel fyrir ferðina með reglulegum hlaupum og fjallgöngum.

Búnaður:

Farangur verður fluttur milli gististaða. Búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Tryggingar:

Þátttakendur sjá sjálfir um að kaupa forfalla- og ferðatryggingu. Fjallafélagið mælir með að þátttakendur kaupi sérstaka forfallatryggingu um leið og ferðin er bókuð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að tryggingin nái yfir kostnaðar við ferðina í heild sinni (ekki aðeins yfir fargjald og gistikostnað).

Bókun:

Hægt er að bóka ferðina með því að smella á “Bóka ferð” og greiða staðfestingargjald. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is. Staðfestingargjald er kr. 45.000.

Skilmálar:

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

 

TÍMALENGD

8 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

299.000 kr.

Availability: Out of stock

Uppselt er í ferðina / hópinn. Þú getur skráð þig á biðlista og við látum þig vita um leið og hægt er að skrá sig að nýju.

DAGSKRÁ

Dagur 1, laugardagur 12. ágúst 2023

Flogið til Genfar í Sviss þar sem við lendum um kl. 13:00 og ökum í rúma klukkustund til franska bæjarins Chamonix. Frjáls tími það sem eftir er dags. Gist á þriggja stjörnu hóteli í tveggja manna herbergjum.

Innifalið er rútuferð frá flugvelli og gisting. Flug og kvöldmatur ekki innifalinn.

Dagur 2, sunnudagur 13. ágúst 2023

Dagurinn byrjar á rútuferð frá Chamonix til Les Contamines og hefjum hlaupið við Notre dame de la Gorge kirkjuna. Við tökum hækkun upp í Bonhomme skarðið og áfram að Bonhomme skálanum (2.443 m.) þar sem við tökum hvíld og fáum okkur hressingu. Síðan er haldið niður í þorpið Chapieux (1.549 m.) og áfram að Mottets skálanum sem er í glæsilegum dal þar sem tindurinn Aiguille des Glaciers gnæfir yfir. Við gistum í skálanum í svefnsal (dormitory style).

Vegalengd 22 km og hækkun um 1500 m.

Innifalið er morgunverður, rútuferð, kvöldverður og gisting.

Dagur 3, mánudagur 14. ágúst 2023

Frá Mottets skálanum tekur við mikil hækkun upp í Seigne skarðið (2.516 m.) þar sem eru landamæri Frakkland og Ítalíu. Í skarðinu er einstakt útsýni til Mont Blanc og fleiri fjallarisa. Halið er niður dalinn Val Veny að Elisabetta skálanum (2195 m) þar sem við stoppum til að fá okkur hressingu. Síðan höldum við að Combal vatninu sem er við stóran jökulruðning en þá hækkum við okkur aftur upp í hlíðarnar fyrir ofan Val Veny dalinn og ógleymanlegt útsýni þar sem farið er andspænis stórbrotnum granítfjöllum. Við endum daginn á að fara niður brattar skógarbrekkur niður í hinn einstaka bæ Courmayeur. Þar gistum við á hóteli í tveggja manna herbergjum.

Vegalengd 24 km og hækkun 1200 m.

Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli í 2ja manna herbergjum. Kvöldverður ekki innifalinn í verði.

Dagur 4, þriðjudagur 15. ágúst 2023

Þetta er nokkuð styttri dagur og njótum við því lífsins fram að hádegi í Courmayeur áður en við höldum í Bonatti skálann. Sá skáli er ekki í vegasambandi og þurfum við því að hafa aðeins meira á bakinu þennan dag.  Við byrjum á töluverðri hækkun upp í Bertone skálann þar sem við njótum hressingar og einstaks útsýnis. Síðan tekur við nokkuð flatur kafli í hlíðunum fyrir ofan Val Ferret dalinn. Dagurinn endur í Bonatti skálanum sem þykir einn flottasti skálinn á öllum TMB hringnum.

Vegalengd 14 km og hækkun 900 m.
Innifalið er morgunverður, kvöldverður og gisting.

Dagur 5, fimmtudagur 16. ágúst 2023

Frá Bonatti höldum við yfir landamærin til Sviss og inn dalinn að Ferret skarðinu. Við fáum okkur hressingu í La Peule (2.071 m.) og höldum svo áfram til bæjarins La Fouly . Þar tökum við rútu eða lest til Champex þar sem við gistum á gistiheimili í 2ja manna herbergjum.

Vegalengd 20 km. og hækkun 900 m.

Innifalið er morgunverður, kvöldverður og gisting.

Dagur 6, fimmtudagur 17. ágúst 2023

Frá Champex höldum við upp í gegnum skóg og komum við í Bovine (1.987m.) sem er góður áningarstaður. Við höldum yfir Forclaz skarðið og til bæjarins Trient (1.300 m.). Áframhöldum við til Vallorcine og tökum lest til Argentière þar sem við gistum á hóteli.

Vegalengd 26 km. og hækkun 1.600 m.

Innifalið er morgunverður, kvöldverður og gisting á gistinheimili.

Dagur 7, föstudagur 18. ágúst 2023

Síðasta hlaupadaginn er óviðjafnanlegt útsýni til Mont Blanc og fleiri stórbrotinna fjalla. Við höldum að Flegere og áfram niður til Chamonix um bratta skógarstíga. Við fögnum því að hafa klárað þennan magnaða hring og njótum lífsins lystisemda í þessum einstaka bæ. Gistum um nóttina á hóteli í tveggja manna herberjum.

Vegalengd 14 km. og hækkun 700 m.

Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli í tveggja manna herbergjum. Kvöldverður ekki innifalinn.

Dagur 8, laugardagur 19. ágúst 2023

Rúta út á flugvöll í Genf og flogið heim.