Fjallabandalagið

22.02.2022

Kynningarfundur á Facebook-síðu Fjallafélagsins fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20. Smellið HÉR

Til móts við bjartari tíma

Fjallabandalagið tekur til starfa í febrúar 2022 og mun ganga til móts við bjartari tíma sem framundan eru! 18 áhugaverðar fjallgöngur eru á dagskránni þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni og flotta tinda. Við byrjum á fjallgöngum við allra hæfi en þegar vorið gengur í garð munum við takast á við verkefni sem eru nokkuð krefjandi.
Góður félagsskapur og persónuleg fararstjórn verður í fyrirrúmi – þessi hópur mun njóta alla leið!

Fyrir hverja?

Fjallabandalagið er fyrir fólk sem hefur grunnreynslu af fjallgöngum og er í þokkalegu líkamlegu formi. Framan af eru göngurnar við allra hæfi en erfiðleikastig eykst með vorinu en þá eru nokkrar krefjandi göngur á dagskránni.

Skipulag

Gengið er á þriðjudögum (kl. 18) og sunnudögum (kl. 10) aðra hverja viku. Greinargóðar upplýsingar eru sendar í tölvupósti fyrir allar ferðir og settur verður upp Facebook hópur.

Hámarks stærð hópsins:

50 manns.

Innifalið

   * Leiðsögn reyndra fararstjóra Fjallafélagsins
   * Eitt fræðslukvöld (fjarfundur) þar sem farið er yfir búnað og öryggismál á fjöllum
   * Sérstakt kynningar- og afsláttarkvöld í Fjallakofanum 

Fararstjórar

Umsjónarmenn Fjallabandalagsins eru útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir. Þau hafa mikla reynslu af fjallamennsku og leiðsögn innanlands sem utan. Örvar er framkvæmdastjóri Fjallafélagsins og hefur starfað að leiðsögn í rúman áratug. Saman hafa hjónakornin þverað Vatnajökul á skíðum, toppað Kilimanjaro og gengið í grunnbúðir Everest svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hafa þau einnig leiðsagt saman árlega ferð að Græna hrygg fyrir Ferðafélag Íslands en Örvar hefur farið þá ferð síðan 2010.

 

 

 

 

 

 

 

Bókun og greiðsla 

Smelltu á “Bóka ferð” til að skrá þig og ganga frá greiðslu með greiðslukorti. Ef skrá á tvo aðila þarf að fara aftur í gegnum skráningarferlið.

Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins

Farið verður yfir öryggismál á sérstökum fræðuslufundi.  Mikilvægt er að þátttakendur taki vel eftir þessum atriðum og fari eftir leiðbeiningum fararstjóra. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.  Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér.

Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.

TÍMALENGD

4 mánuðir

TEGUND FERÐAR

Gönguhópur

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

45.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Dagsetning Dagur Verkefni Hæð (m) Hækkun (m) Lengd (km)
22. febrúar Þriðjudagur Grímannsfell frá Bringum 484 335 6
27. febrúar Sunnudagur Akrafjall – Háihnúkur 555 490 6
8. mars Þriðjudagur Reykjaborg og Lali 286 260 6
13. mars Sunnudagur Vörðufell í Bláskógabyggð 392 345 7
22. mars Þriðjudagur Húsfell í Garðabæ 378 270 6
27. mars Sunnudagur Trana í Kjós 743 650 7
5. apríl Þriðjudagur Fjallafélagshringurinn í Esju 545 550 8
10. apríl Sunnudagur Hraunsnefsöxl með Hraunsnefsborgara 395 385 7
19. apríl Þriðjudagur Helgafell ofan Hafnarfjarðar 339 285 6
24. apríl Sunnudagur Grændalur / Reykjadalur hringur 350 510 12
3. maí Þriðjudagur Skálafell á Hellisheiði 574 260 7
8. maí Sunnudagur Kálfstindar 877 720 10
17. maí Þriðjudagur Esja – Kistufell um Gunnlaugsskarð 868 920 9
22. maí Sunnudagur Hróarstindur 775 880 14
31. maí Þriðjudagur Grænavatnseggjar, Spákonuvatn og Sog 345 270 8
5. júní Sunnudagur Elliðatindur á Snæfellsnesi 864 980 13
14. júní Þriðjudagur Vífilsfell 655 415 7
19. júní Sunnudagur Högnhöfði – lokahóf í Réttinni í Úthlíð 1030 1010 14

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.