Elliðatindar á Snæfellsnesi

5. júní 2022

Dagsferð á fáfarinn tind

Elliðatindar er spennandi verkefni fyrir fjallafólk en þá er að finna í Staðarsveitinni á sunnanverðu Snæfellsnesi. Elliðhamarinn er eitt þekktasta kennileitið á svæðinu með sitt lóðrétta klettastál sem spannar vel á annað hundrað metra. Útsýni af efsta tindinum, Elliðatindi, er stórkostlegt en þaðan sést vel til Snæfellsjökuls og margra annarra flottra fjallstoppa svo sem Gráborgar og Tröllatinda. Einnig sést til Ljósufjalla, niður á Löngufjörur og víðar. 

Lengd ferðar

Gangan er um 13 km löng með 980 metra hækkun og tekur uþb 6 klst.

Fyrir hverja?

Gangan höfðar til breiðs hóps útivistarfólks. Ekki er farið fram á sérstaka reynslu af fjallaferðum en þátttakendur þurfa að vera tilbúnir í 6 klst. göngu með tilheyrandi hækkun og brattlendi á lokakaflanum á tindinn.

Innifalið

Leiðsögn reyndra fararstjóra Fjallafélagsins

Helsti búnaður
  • Millistífir eða stífir gönguskór með grófum sóla
  • Uþb 30-40 lítra bakpoki
  • Göngustafir og hálkubroddar
  • Einangrunarúlpa, húfa og vettlingar og skelfatnaður
  • Gott nesti fyrir lengri dag og 1 til 1,5 lítri af vatni/drykkjum
Fararstjórar

Fararstjórar eru útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir. Þau hafa mikla reynslu af fjallamennsku og leiðsögn innanlands sem utan.

 

 

TÍMALENGD

6 klst.

TEGUND FERÐAR

Gönguferð

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

11.900 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Sunnudagur 5. júní

Brottför frá Reykjavík kl. 8:00. Gangan hefst kl. 10 og tekur u.þ.b. 6 klst.

 

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.