Fjallaf?lagi? Skrning pstlista
Vi erum  facebook!
+Forsa +Ferir +Myndir +Leiarlsingar +Haraldur rn +Fjallaflagi
Myndir
Elliatindar Snfellsnesi
Snfell
Dyrfjll
Smjrhnjkar/Trllakirkja
Steinafjall undir Eyjafjllum
Toppahopp yfir Skarsheii
verrtindsegg
Kyrrltt Vfilsfelli
vintrafer Vestfiri
Hrtfell Kili
Rjpnafell
Trllakirkja Holtavruheii
Brodda- og saxarfing
Akrafjall
Hulinheimar Mrdals
vintri a Fjallabaki
Best tsnisfjall landsins?
Hasla Botnsslum
Fgur er hlin - rhyrningur
Sveinstindur rfajkli
Ljsufjll fyrir lengra komna
Bjarnarfell ofan Geysis
Hraunsnefsxl
Djadalshnkur
rsmerkurfer
Leialsingar :: Akrafjall

Akrafjall


Fjallafélagið gekk á Akrafjall laugardaginn 13. febrúar 2010 og var það þriðja gangan í 9000 metra áskorun. Safnast var saman við Akrafjallið í mildu en þungbúnu veðri. Það lá þokusúld yfir fjallinu og ljóst að gott útsýni yrði ekki til að trufla gönguna.

Það voru 133 Fjallafélagar sem voru á ferðinni þennan dag. Ákveðið var að ganga á Háahnúk sem er 555 metra yfir sjávarmáli sem er syðri hryggur fjallsins. Þangað er greiðfær gönguleið og slóði nokkuð greinilegur. Fyrst er gengið upp nokkuð brattan kafla sem ber heitið Tæpagata en síðan er leiðin meira aflíðandi.

Fljótlega náði þokan að gleypa göngufólkið og því lítið útsýni að hafa. Þó var tilkomumikið að horfa niður snarbratta klettana sunnanmegin á fjallinu. Eftir rúmlega klukkustundar göngu náði fyrsti hluti hópsins upp á Háahnúk. Þar var tekin góð hvíld og matast. Sökum veðurs var ákveðið að ganga ekki hringinn um fjallið og það látið bíða betri tíma og skyggnis. Eftir gott spjall og eina hópmynd var síðan haldið niður á við. Heildar göngutími voru tæpir þrír tímar (síðasti maður niður).

Nánari upplýsingar um gönguleiðna má finna á Nokia Sports Tracker og Wikiloc.

+ Myndir


Ganga Fjallafélagsins á Akrafjall 13. febrúar 2010. Safnast var saman á bílastæðinu kl. 10 um morguninn.  Það var þoka og smá rigning en lítill sem einginn vindur.  Lagt á ráðin um gönguna. Ákveðið var að ganga á Háahnúk.  Hópurinn lagður af stað. Vatnsveita bæjarins á bakvið.  Alls voru 133 fjallagarpar í ferðinni.  Hópurinn silast upp brekkuna.  Friðrik vísar á örnefnin.  Þokan var fljót að gleypa hópinn en góður stígur gerði rötunina auðvelda.  Það var hressandi að fá fríska loftið en útsýnið vantaði.  Toppurinn nálgast.  Hnúkshraðinn æfður.  Síðustu skrefin á toppinn.  Ferfætlingarnir blésu ekki úr nös.  Kristín komin á toppinn.  Stefán, einn af leiðsögumönnum hópsins.  Hópurinn fagnar á toppnum.  Það var metnaður í salatinu.  Góður dagur á fjöllum þrátt fyrir smá vætu.  Enn ein sigurstundin!  Áfanginn skjalfestur í gestabók fjallsins.  Leiðin sem gengin var. GPS track dagsins í MapSource.  Leið dagsins á www.wikiloc.com  Leið dagsins í Google Earth   
Skilabo
milli
Fjallaflagi ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli