Fjallaf?lagi? Skrßning ß pˇstlista
Vi­ erum ß facebook!
+ForsÝ­a +Fer­ir +Myndir +Lei­arlřsingar +Haraldur Írn +FjallafÚlagi­
Myndir
Elli­atindar ß SnŠfellsnesi
SnŠfell
Dyrfj÷ll
Smj÷rhnj˙kar/Tr÷llakirkja
Steinafjall undir Eyjafj÷llum
Toppahopp yfir Skar­shei­i
Ůverßrtindsegg
Kyrrlßtt ß VÝfilsfelli
Ăvintřrafer­ ß Vestfir­i
Hr˙tfell ß Kili
Rj˙pnafell
Tr÷llakirkja ß Holtav÷r­uhei­i
Brodda- og ÝsaxarŠfing
Akrafjall
Hulinheimar Mřrdals
Ăvintřri a­ Fjallabaki
Best ˙tsřnisfjall landsins?
Hßas˙la Ý Botnss˙lum
F÷gur er hlÝ­in - ŮrÝhyrningur
Sveinstindur Ý ÍrŠfaj÷kli
Ljˇsufj÷ll fyrir lengra komna
Bjarnarfell ofan Geysis
Hraunsnefs÷xl
Dřjadalshn˙kur
١rsmerkurfer­
Lei­alřsingar :: Mont Blanc

Mont Blanc


Haraldur Örn var fararstjóri í ferð á Mont Blanc (4.810 m.) í ágúst 2006. Nokkrar æfingagöngur voru farnar fyrir ferðina þar sem hópurinn náði að kynnast og hrista sig saman. Lagt var af stað frá Íslandi 5. ágúst var hópurinn kominn til Chamonix sem er við rætur fjallsins sama dag. Fyrsta dag ferðarinnar var farið á lítið fjall sem nefnist Brevent og er 2.525 metra hátt. Þoka var þennan dag og ekkert útsýni sem annars er glæsilegt af þessum stað yfir fjallarisana hinu megin í dalnum. Þó að þetta sé ekki mikil hæð byrjar líkaminn þó strax að bregðast við og hefja aðlögun sína að þunna loftinu.

Annan daginn var haldið í þorpið Le Tour og þaðan haldið upp í fjallaskála í 2.700 metra hæð sem nefnist Albertsskáli. Á skriðjöklinum við skálann fór fram broddæfing en slíkar æfingar höfðu einnig farið fram fyrir ferðina á Sólheimajökli og í Botnssúlum. Um nóttina var gist í kojum í einu stóru herbergi, ekki ósvipað og gerist og gengur í skálum á Íslandi.

Að morgni þriðja dags var veður gott í fyrstu og hélt hópurinn upp jökulinn í öllum herklæðum, með brodda undir skóm og allir bundnir saman í línu. Þegar ofar dró fór veður versnandi og fyrr en varði var skollin á þoka og strekkings vindur. Neyddumst við til að hætta við fyrirhugaðar fjallgöngur vegna veðurs og einbeita okkur að því að ná í næsta skála sem var handan fjallgarðsins. Gengið var upp á fjallshrygg og mönnum slakað niður hinu megin í línu. Einn í einu hvarf fram af brúninni. Brekkan var stöðugt brattari og á endanum héngu menn í lausu lofti þar til komið var í aflíðandi brekku. Var þettta töluvert ævintýri fyrir flesta í hópnum. Eftir nokkra göngu í algerri blindu var loks komið í Trient-skálann (3.200 m.) og vorum við þá komin yfir landamærin til Sviss. Þessi skáli var mjög vistlegur og mun þægilegri en skálinn sem við gistum í nóttina áður. Daginn eftir héldum við til baka í Albert skálann og þaðan niður í Le Tour þar sem við tókum lestina aftur til Chamonix. 

Nú var æfingagöngum lokið og komið að því að takast á við sjálfan Mont Blanc. Strax daginn eftir, 9. ágúst var haldið með lestinni upp í 2.360 metra hæð þar sem gangan hófst. Farin var Gouter-leiðin sem er önnur tveggja vinsælustu leiða á tindinn. Í fyrstu liggur leiðin eftir þægilegum stígum þangað til komið er að Gouter hlíðinni. Þetta er mjög brött fjallshlíð sem þarf að klífa og er nauðsynlegt að nota klifurútbúnað eins og línur, belti og brodda. Þarna hafa orðið mörg slys vegna grjóthruns svo það er mikilvægt að fara varlega. Allir skiluðu sér heilir upp fjallshlíðina, upp í Gouter skálann sem er í 3.800 metra hæð. Þarna var gist en um nóttina skyldi haldið á tindinn.

Sumir höfðu ekki sofið mikið þegar kominn var tími til að fara á fætur laust eftir miðnætti. Það var því töluverð þreyta í mannskapnum. Þunna loftið sagði einnig til sín með mæði og sumir fundu fyrir höfuðverk. Það var algert myrkur úti og allir með höfuðljós á enninu til að lýsa framfyrir tærnar. Auk Haralds Arnars voru nokkrir leiðsögumenn með hópnum sem hver hafði tvo með sér í línu. 

Hægt og rólega mjakaðist hópurinn upp brekkuna í myrkrinu. Brekkan er ekki brött í fyrstu þegar farið yfir Gouter jökulskallann. Þegar yfir hann er komið er komið að tindinum sjálfum og brattinn eykst verulega. Fyrst er gengið upp að Vallot neyðarskýlinu sem er í 4.300 metra hæð. Eftir það taka við Bosses hryggirnir sem eru töluvert brattir og mikilvægt að fara þar varlega. Veður var gott þó að væri nokkur gjóla og verulega kalt. Ferðin sóttist vel og það voru stoltir Íslendingar sem stóðu á toppnum og fögnuðu árangrinum og virtu fyrir sér óviðjafnanlegt útsýnið.

+ Myndir


├Źsklifur├Žfing ├í S├│lheimaj├Âkli fyrir Mont Blanc fer├░.  Albert sk├íli var upphaf h├Žfingarfer├░ar fyrir Mont Blanc.  J├Âkla├Žfing ├í Le Tour j├Âklinum.  Gengi├░ upp Le Tour j├Âkulinn  Annar dagur ├Žfingarg├Ângu  Aig du Chardonnet ├ş morguns├│linni.  Mont Blanc, takmarki├░ ├ş fer├░inni, blasir vi├░ ├ş fjarska.  Hluti af ├Žvingarfer├░inni var a├░ s├şga ni├░ur st├│ra ja├░arsprungu ├ş snj├│byl.  Trient sk├ílinn t├│k ├í m├│ti h├│pnum og flj├│tlega l├ętti til og fj├Âllin f├│ru a├░ blasa vi├░.  Gl├Žsilegt ├║ts├Żni fr├í Trient sk├ílanum.  Mont Blanc blasir vi├░ fyrir ofan Chamonix dalinn ├ş lok ├Žfingarfer├░ar.  Mont Blanc gangan hefst. Farin var Gouter lei├░in.   Steingeit stillir s├ęr upp fyrir t├║rista myndat├Âku.  Aig du Midi blasir vi├░  Lagt af sta├░ upp kletta hl├ş├░ina upp ├ş Gouter sk├ílann. Mikil grj├│thrunsh├Žtta er ├ş gilinu.  Haldi├░ upp klettana. Nau├░synlegt er a├░ vera me├░ hj├ílm og annan klifurb├║na├░.  Brattinn eykst ├żegar ofar dregur. ├×a├░ tekur t├şma a├░ venjast klettaklifri ├í broddum.  ├Üts├Żni├░ ├║r Gouter sk├ílanum.  Mont Blanc ├ş morgunsk├şmunni.  Vallot ney├░arsk├Żli├░ ├ş 4.362 metra h├Ž├░.  Mont Blanc tindurinn ├ş ├Âllu s├şnu veldi. Vallot sk├Żli├░ og fyrir ofan Les Bosses hryggurinn.  Aig du Midi g├Žgist upp├║r sk├Żjunum.  Les Bosses hryggurinn.  Tindurinn n├ílgast.  Haraldur ├ľrn ├í tindi Mont Blanc.  H├│purinn ├ş Chamonix eftir g├Ânguna. 
Skilabo­
T÷lfrŠ­i
H├Ž├░4.810m.
LandFrakkland
T├şmalengd6 dagar
milli
FjallafÚlagi­ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli