Fjallafélagiš Skrįning į póstlista
Viš erum į facebook!
Forsķša Feršir Myndir Leišalżsingar Haraldur Örn Fjallafélagiš
Fyrri leišangrar
Everest
Noršurpóllinn
Sušurpóllinn
Haraldur Örn

Haraldur Örn

Haraldur ÖrnHaraldur Örn Ólafsson, fjallamaður og starfandi lögfræðingur, er stofnandi Fjallafélagsins ehf. Tók hann sín fyrstu skref í fjallamennsku 14 ára gamall með Íslenska alpaklúbbnum (Ísalp) en síðan hafa fjallaferðirnar orðið margar og sumar mjög krefjandi. Hér fyrir neðan má lesa um helstu leiðangra hans.

Haraldur Örn er hvað þekktastur fyrir ferð sína á Norðurpólinn en um þessa svaðilför skrifaði Haraldur bókina "Einn á ísnum". Meðal annarra leiðangra Haralds Arnar má nefna Mt. Everest og Suðurpólinn.  

Haraldur Örn hefur starfað náið með Ferðafélagi Íslands og hefur á vegum þess verið fararstjóri í fjölda ferða en þar hafa verið fyrirferðamestar göngur á Hvannadalshnúk. Einnig má nefna ferðir yfir Vatnajökul, á Mt. Blanc og Kilimanjaro. Þá hefur hann haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum í fjallamennsku og GPS notkun.

+ Fyrri leišangrar

Everest

Everest er hæsta fjall í heimi 8.850 m. hátt og var það síðasta fjallið af "Sjö tindunum" sem Haraldur Örn tókst á við. Ferðin hófst í byrjun apríl 2002 í Khatmandu höfuðborg Nepal.

+ Sjį nįnar
uploads/thumbnails/20091208111537_Everest90.jpg
Noršurpóllinn

Ganga á Norðurpólinn er mikil þrekraun enda yfir ótraustan hafís að fara. Haraldur Örn og Ingþór Bjarnason lögðu af stað frá Norður-Kanada í byrjun mars árið 2000 en fljótt fóru erfiðleikar að steðja að og áskoranirnar sem fylgdu voru miklar.

+ Sjį nįnar
uploads/thumbnails/Northpole-4.jpg
Sušurpóllinn

Suðurskautslandið er afskekktasta heimsálfa jarðar og þangað leggja fáir leið sína. Ganga á Suðurpólinn yfir endalausar ísbreiður útheimtir mikla þrautseigju og þolinmæði. Þetta vissu þeir Ingþór Bjarnason, Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson þegar þeir lögðu af stað í fyrsta Suðurpólsleiðangur Íslendinga í byrjun nóvember 1997. Strax í upphafi ferðar mætti þeim ískaldur heimskautavindurinn sem þeir höfðu í fangið næstu tvo mánuðina.

+ Sjį nįnar
uploads/thumbnails/Southpole_5595.jpg
Skilaboš
milli
Fjallafélagiš ehf
milli
Kt.  560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is 
milli
     
milli milli