Fjallaf?lagi? Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
+Forsíđa +Ferđir +Myndir +Leiđarlýsingar +Haraldur Örn +Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Skilmálar

Skilmálar

Við bókun ferðar/námskeiðs skal greiða fullt þátttökugjald ferðar. Þátttökugjald skal greiða á heimasíðu félagsins um leið og bókað er. Fjallafélagið áskilur sér rétt til að aflýsa ferð/námskeiði ef ekki næst lágmarks þátttökufjöldi. Sé ferð/námskeiði aflýst er þátttökugjald endurgreitt að fullu. 

Ef þátttakandi afbókar ferð/námskeið með meira en fjögurra vikna fyrirvara endurgreiðist þátttökugjald að fullu. Afbóki þátttakandi ferð/námskeið með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara endurgreiðist helmingur þátttökugjalds ferðar. Afbóki þátttakandi ferð/námskeið með minna en tveggja vikna fyrirvara heldur Fjallafélagið öllu þátttökugjaldi.

Fjallafélagið áskilur sér rétt til að gera fyrirvaralaust breytingar á auglýstri ferð eða námskeiði, þar með talið breytingar á verði. Öll verð og aðrar upplýsingar um ferð eru birt með fyrirvara um villur.

Aldurstakmark í ferðir og námskeið Fjallafélagsins er 16 ára. 

Þátttakendum í ferðum Fjallafélagsins ber að fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum fararstjóra félagsins. Þátttakendum er bent á að í fjallgöngum felst ávallt tiltekin áhætta og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum/námskeiðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.
 

Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli