Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Gönguferđ ađ gosinu á Skírdag

Gönguferđ ađ gosinu á Skírdag


Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður Fjallafélagið með gönguferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Stefnt er að því að ganga úr Þórsmörk en það er þó háð því að leyfi fáist til þess að fara inn í Mörk og vegurinn verði fær rútum. Gert er ráð fyrir að lagt verði af stað með rútu frá Reykjavík kl. 8 um morguninn. Gengin verður hefðbundin leið upp á Morinsheiði. Þar er einstaklega gott útsýni yfir hraunfossana niður í Hrunagil og Hvannárgil. Síðan verður haldið upp Bröttufönn en þegar upp hana er komið er gefst glæsilegt útsýni yfir gosstöðvarnar. Heildarvegalengd göngunnar er um 10 kílómetrar og hækkunin 800 metrar. Gangan tekur sex klukkustundir.

Verð kr. 17.900,-. Innifalið er rútuferð frá Reykjavík og leiðsögn. Hægt er að bóka sig í ferðina með því að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is.

Öryggismál: Nauðsynlegt er að allir þátttakendur séu vel útbúnir með góðan skjólfatnað og gott nesti. Snjór er á leiðinni og er því nauðsynlegt að vera í vönduðum skóm með nokkuð stífum sóla. Við náttúruhamfarir eins og nú eiga sér stað á Fimmvörðuhálsi eru aðstæður óvenjulegar og mikilvægt að fara um svæðið af varkárni. Þátttakendur verða því að fylgja ákvörðunum og fyrirmælum fararstjóra í einu og öllu.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli