Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Hrútfell á Kili

Hrútfell á Kili


Hrútfell (1396 m.y.s.) er sannkallaður fjallarisi sem blasir við frá Kjalvegi, eins konar ókringdur kóngur miðhálendisins. Fjallið minnir svolítið á Herðubreið, myndarlegur stapi með snarbröttum hlíðum og víðáttumikilli sléttu að ofan. Hrútfellið er í raun stærra um sig en Herðurbreið en toppurinn er þó um 300 m lægri.

Fjallafélagið gekk á Hrútfellið laugardaginn 7. júlí. Tekin var ákvörðun um að færa brottfaratíma til þess að vera á milli lægða en klukkan var 15:15 þegar við lögðum af stað í gönguna við brúnna yfir Fúlukvísl en hún er rétt hjá skála FÍ í Þverbrekknamúla. Ferðalöngum er bent á að slóðinn þangað frá Kjalvegi er mjög grófur og við mælum með jeppa á 33 tommu dekkjum eða stærra. Fara þarf yfir Svartá á vaði. Ef ekki er jeppi til staðar er hægt að ganga alla leið frá Kjalvegi en þá er best að fara norður fyrir Innri Skúta og nauðsynlegt er að hafa vaðskóna með til að fara yfir Fúlukvísl. 

Þetta var í annað sinn sem Fjallafélagið fer með hóp á fjallið. Í þetta sinn fórum við styttri og beinni leið sem tókst frábærlega en hér er um bratta leið að ræða þar sem vissara er að allir séu með fullan jöklabúnað. Það ágætlega úr veðrinu; við sáum tignarlegt fjallið þegar við lögðum af stað en fengum smá rigningu á okkur á uppleiðinni. Fengum ekki útsýni á toppnum en það birti til á niðurleiðinni og að horfa til baka á fjallið í kvöldbirtunni og kyrrðinni var alveg hreint út sagt magnað. Að horfa á þennan fjallarisa úr fjarlægð og segja "Þarna fór ég" er alveg geggjað! 

or   Sjá allar fréttir

+ Myndir

                     
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli