Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Rjúpnafell

Rjúpnafell


Sama hvað gengur á í veðrinu, alltaf er hægt að finna hamingjuna í Þórsmörk! Fararstjórar þurftu þriðju laugardagsgönguna í röð að breyta kúrs vegna veðurs en í þetta sinn varð Rjúpnafell ofan Þórsmerkur "plan B" fjallið í staðinn fyrir Tindfjallajökul.

Úr því sem komið var varð takmarkið að hitta á eina veðurgatið sem var í boði þessa helgina og það tókst! Veðrið var milt og yndislegt, smá regnúði af og til. Fegurðin endalaust mikil í Mörkinni eins og alltaf. Ýmsir sammála um að það sé meira sumar í Þórsmörk heldur en í Reykjavík.

Fórum frá Básum upp Stangarhálsinn, á Rjúpnafell og norðan megina við Tindafjöllin og niður Slyppugil á bakaleiðinni. Frábær ganga sem varð alls 15 km löng og tók 6,5 klst.

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli