Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Ćvintýri ađ Fjallabaki

Ćvintýri ađ Fjallabaki


Krefjandi og heillandi dagur að Fjallabaki þegar við kynntumst ævintýraheimi Jökulgils og nágrennis laugardaginn 29. júlí. Gengum alls 22 km á 10,5 klst. 

Leiðarlýsing: Skallaleið um Vörðuhnjúk, upp á Skalla, niður Uppgönguhrygg ofan í Jökulgilið, yfir Jökulgilskvísl inn í Dalbotn, upp á brúnina við Þrengsli, skoðuðum græna hrygginn, gengum niður hrygginn milli gilja (ca. hálfa leið þar sem við fórum aftur ofan í gilið), óðum aftur yfir Jökulgilskvísl hjá Vörðuhnjúk inn á Skallaleið og niður í Landmannalaugar.

Hópurinn gisti nóttina áður í Landmannahelli þar sem hluti hópsins tjaldaði en hinir tóku skálagistingu.  Við hófum göngu á laugardeginum um hálftíu leytið.  Veðurútlit var ágætt en þennan daginn var boðið upp á norðanátt sem er átt sem við bræðurnir þekkjum ekki vel á þessu svæði.  Það rættist vel úr veðrinu framan af degi en bætti svolítið í vind og rigningu seinnipartinn þegar við skoðuðum græna hrygginn og Þrengslin.   

Þetta svæði er sannkölluð ævintýraveröld með sinni litadýrð, jarðhitanum og jökulánum allt í kring og var upplifun hópsins alveg í takt við það.  Þetta er krefjandi landslag sem er stórskorið með endalausum hryggjum og giljum þar sem göngufólk verður að vita nákvæmlega hvar á að fara.  Óhagstætt veður getur gert göngu um þetta svæði mjög erfiða.  En allt gekk vel og voru allir sammála um að þetta svæði þarf að skoða enn betur í framtíðinni. 

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli