Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Fallegt á Háusúlu

Fallegt á Háusúlu


Háasúla í Botnssúlum er sá tindur sem er einna minnst genginn af þeim fjórum fræknu; Vestursúlu, Syðstusúlu, Miðsúlu og Háusúlu.  Þær eru allar á milli 1000 og 1100 metra háar en Háasúla sú lægsta af þeim þrátt fyrir nafnið.  Vestursúla er gengin frá Botnsdal en hinar eru oftast gengnar frá Þingvöllum og það gerðum við laugardaginn 10. júní. 

Við ókum fyrstu brekkurnar af Leggjabrjótsleiðinni.  Frá bílunum gengum við norður fyrir Syðstusúlu, þaðan upp í skarðið milli Syðstu og Miðsúlu; áfram í hliðarhalla yfir í skarð milli Miðsúlu og Vestursúlu.  Þaðan tók við annar hliðarhalli yfir í skarð þar sem fallegt útsýni opnaðist yfir á Hvalvatn og Hvalfell.  Þaðan er bara einn hryggur eftir á Háusúlu sjálfa.  

Þetta er fjölbreytt og skemmtileg leið því hún gefur svo margbreytilega sýn á þennan magnaða fjallaklasa sem er svo nálægt höfuðborginni.  Það þarf að fara varlega í hliðarhallanum hvort sem grjót eða snjór er undir fæti.  Göngustafir eru eiginlega nauðsynlegir í svona göngu en ef hálka er í brekkunum er jöklabúnaður nauðsynlegur.  

Gangan tók 6 klst. og var 14 km löng. 

MYNDIR Á MYNDASÍÐUM

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli