Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Um áramót

Um áramót


Um áramót er við hæfi að rifja upp fjallgöngur síðasta árs og spyrja sig hvaða ferðir stóðu uppúr. Veðurfar var almennt gott sumarið 2009 og vonandi geta sem flestir yljað sér við minningar um ógleymanlegar stundir í íslenskri náttúru. Það eru mikil forréttindi að búa í þessu fallega landi og eiga svo stutt að sækja óspillta náttúru sem er einstök í heiminum. Okkur hættir til að vanmeta þessi auðæfi og þurfum stundum erlenda ferðamenn til að benda okkur á hvað við erum rík.

Áramótin eru einnig sá tími þegar hugurinn reikar til næsta árs og þeirra ævintýra sem það kann að færa okkur göngufólkinu. Hvaða áskoranir ber nýja árið í skauti sér? Það er undir okkur sjálfum komið. Nú er tími til að setja niður stóru ferðirnar, tala við ferðafélagana og panta frí. Fjallafélagið óskar göngugörpum öllum gleðilegs nýs árs og hlakkar til að sjá ykkur fjallhress.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli