Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Frítt í fyrstu gönguna

Frítt í fyrstu gönguna


NÚ HEFST NÝTT FJALLGÖNGUÁR! 

Fyrsta gangan í fjallgönguáskorun Fjallafélagsins þetta árið er á Helgafell í Hafnarfirði (338 m.y.s.).  Allir eru velkomnir og ekki síst þeir sem enn eru að gera upp hug sinn hvort þeir ætli að vera með.  Ekki er þörf á að skrá sig.

Nánar um gönguna: 

  • Hefst kl. 10 laugardaginn 21. janúar við Kaldársel
  • Gangan tekur um 2 klst. og er hækkun í kringum 290 metrar
  • Fylgist með veðurspá og klæðið ykkur eftir veðri. 

Akstursleið: Frá Reykjavík er ekið Reykjanesbraut til Hafnarfjarðar.   Akið sem leið liggur framhjá N1 bensínstöð við hringtorg (við Lækjarskóla/Lækjargötu).  Beygt til hægri af Reykjanesbraut (upp að kirkjugarðinum) og aftur til hægri og er maður þá kominn á Kaldárselsveg.  Beint áfram í gegnum hringtorg (við Áslandshverfið) og áfram sem leið liggur framhjá hesthúsahverfinu og til Kaldársels (rúmlega 5 km akstur frá hringtorginu að Kaldárseli).

Takið með nesti og auðvitað góða skapið :-)  Ef einhverjar spurningar vakna er hægt senda okkur tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is eða hringja í síma 666 7210. 

HITTUMST HRESS Á FJÖLLUM!

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli