Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Grunnbúđir Everest!

Grunnbúđir Everest!


Stóra stundin nálgast!  Þann 30. október leggur 21 manna hópur utan til Nepal með það markmið að ganga upp í grunnbúðir Everest.  Haraldur Örn og Örvar Ólafssynir standa á bak við ferðina en Haraldur Örn stóð á tindi hæsta fjalls heims á vordögum árið 2002 og heimsækir því kunnuglegar slóðir í Khumbu dalnum.  Hlekkur á frásögn Haralds af leiðangrinum á Everest.

Ferðin hefur verið í undirbúningi í tæpt ár og nú eru allir klárir!  Flogið verður til Khatmandu, höfuðborgar Nepal, áður en flogið er áfram til Lukla sem er í uþb 2500 metra hæð en þar hefst gangan sjálf sem tekur 12 daga.  Grunnbúðir Everest eru í 5340 metra hæð yfir sjávarmáli og eins og gefur að skilja getur háfjallaveiki gert vart við sig í slíkri hæð.  Daginn eftir grunnbúðir verður gengið á Kala Patthar fjallið en þar er einstakt útsýni á Mt. Everest, Lohtse, Pumori og önnur stórfengleg fjöll.  Myndir og ferðasögur verða hér á síðunni og á Facebook síðu Fjallafélagsins.  

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli