Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Ćvintýraferđ í Huldufjöll

Ćvintýraferđ í Huldufjöll


43 Fjallafélagar gengu um sannkallað ævintýrand sunnudaginn 7. ágúst 2016 þegar stórbrotin náttúran undir suðaustanverðum Mýrdalsjökli var könnuð.  Grétar Einarsson, Mýrdælingur og einn af fararstjórum Fjallafélagsins skipulagði og leiddi gönguna eins og herforingi og skilaði öllum til baka með bros á vor eftir 11 klst. göngu sem náði 24,5 km með uppsafnaðri hækkun upp á 1390 metra....og hananú! 

Það var ekki á ský á himni þegar gengið var af stað kl. 8:30 á þessum fagra degi.  Gengið var uppúr Þakgili upp á Rjúpnagilsbrúnir, þaðan niður í gegnum skarð við Rjúpnafell sem leið lá út á Kötlujökul (Höfðabrekkujökul).  Þar blasti við einhver hrikalegasta náttúrusmíð sem gefur að líta hér á landi með hundruð metra háa hamraveggi þar sem jökullinn kíkir fram á brúnirnar og beljandi fossarnir spýtast úr út berginu.  Undir fæti ísbrynjan sem hvíldi ofan á Kötlu fyrir nokkrum áratugum.  

Áfram var gengið þvert yfir jökulsporðinn og fyrir Huldufjöll yfir í Hulinsdal - og sá ber nafn með rentu.  Þangað koma hvorki mannverur né sauðfé!  Þá var gengið til baka út á Kötlujökulinn sjálfan.  Mögnuð jökuldrýlin allt í kringum - sum þeirra margar mannhæðir eins og svört granítfjöll.   Á jöklinum var stikað hratt beint í suður yfir glerharðan ísinn sem var stamur og auðveldur yfirferðar en inn á milli voru sprungur og holur sem enginn veit hvar botninn er að finna. 

Síðasta hluti göngunnar var svo að brölta upp á Höfðabrekkuafréttinn til þess að komast aftur yfir í Þakgil en þær mætti hópnum nokkuð krefjandi brekka með lausu grjóti.  Allir komust hana upp heilu og höldnu og vorum við þá stigin aftur inn í gróðursælar og mosavaxnar brekkur eftir að hafa verið á hörðum og köldum ísnum.  Þar horfðum við á Múlakvísl koma beljandi undan ísnbreiðunni. 

Niður í Þakgil var komið þar sem bros var á hverju andliti blandaðist við þreytu- og sæluvímu eftir þennan ævintýradag sem bauð upp á ótrúlegar andstæður.  Þar stýrði Ásta Björk teygjum sem hjálpuðu til við að dreifa sæluvímunni alla leið niður í tær!

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI  

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli