Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Birnudalstindur

Birnudalstindur


Þetta snýst ekki bara um fjallgöngur sagði einhver......

Fjallafélagar áttu virkilega góða helgi saman austur í Suðursveit sl. helgi en júlíganga hópsins að þessu sinni var á Birnudalstind sem er 1396 metra hár. Tindurinn er einn af útvörðunum í jaðri Vatnajökuls og er ákjósanlegur til uppgöngu á vori/sumri fyrir hópa en á þessum árstíma er yfirleitt snjólétt og ekki um jökulgöngu að ræða. Veðurspáin var svona "bland í poka" og var því ákveðið að fara styttri og auðveldari leiðina á tindinn, þ.e. að ganga upp og niður Birnudalinn sjálfan. Lengri en meira krefjandi leið er að fara upp "eggjarnar" (lagt upp frá Hrollaugsstöðum) og niður Birnudal en þá er gangan um 21 km löng. Þessi styttri útgáfa var 14,5 km löng og tók 8 kst. og 5 mínútur.

Hópurinn gisti í góðu yfirlæti á Reynivöllum þar sem við fengum frábærar móttökur hjá staðarhöldurum. Að sjálfsögðu var slegið upp grillveislu um kvöldið og gítarinn tekinn fram þar sem sönghæfileikar gönguhrólfanna nutu sín til fulls!

Já það er ekki bara fjallganga sem þetta snýst um....að njóta svona einstaklega góðs félagsskapar er það sem gefur þessu öllu svo miklu meira gildi. TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI!

SJÁ MYNDIR ÚR FERÐINNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli