Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Heiđarhorn í Skarđsheiđi

Heiđarhorn í Skarđsheiđi


Heiðarhorn í Skarðsheiði (1053 m.y.s.) er einn af þekktu tindum Skarðsheiðarinnar.  Aðrir eru Skarðshorn, Skarðshyrna (946 m) og auðvitað Skessuhorn (964 m).

Það var nokkuð þungbúið þegar hópurinn, sem taldi 51 þennan daginn, lagði af stað og var því ákveðið að fara beinustu og einföldustu leiðina, þ.e. upp Skarðsdalinn og taka svo vinstri sveig á Heiðarhornið þegar ofar kæmi.  Það gerði svolítinn úða á okkur af og til og það var hlýtt í veðri.  

Eftir rétt rúmlega 3 klst göngu var ákveðið að fara í broddana áður en farinn væri síðasti spölurinn á toppinn en þar verður leiðin brött og fara þarf öllu með gát. Snjórinn var mjúkur í hlýjindunum og því gátu allir fetað örugga slóð.  Á toppnum var gleðin auðvitað við völd, en enn var þokan allt í kring en þó var að hluta til heiðskýrt fyrir ofan okkur.  Þegar hópurinn var nýfarinn að feta sig niður birti snögglega til að hluta, nóg til þess að hrikalegar fjallsbrúnir Skarðheiðar blöstu við ásamt sjálfu Skessuhorninu; stórkostleg sýn sem var algjör bónus og gerir ferðina óneitanlega eftirminnilegri fyrir vikið.   Allir duttu í gleðivímu með stóru brosi við að sjá tignarlega tindana með snjóhengjur og þverhnípið fyrir neðan.  

Þrátt fyrir að sólin hafi ekki skinið lengi á okkur var ansi margir vel rjóðir eftir gönguna sem er áminning um að bera á sig sólarvörn þegar gengi er lengi á snjó, jafnvel þótt aldrei sjáist til sólar.  

Hópurinn kláraði gönguna með bros á vör á 5 klst og 40 mínútum, 13,5 km gengnir með hæðarhækkun upp á 980 metra. 

MYNDIR ÚR FERÐINNI. 

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli