Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Gönguáćtlun 2016

Gönguáćtlun 2016


Það er svo spennandi að hugsa um ný ævintýri á fjöllum!  Við höfum undanfarið ár kallað eftir hugmyndum frá þátttakendum í okkar göngun.  Þetta árið fengum við sendar yfir 50 tillögur að fjallgöngum!!  Það er gott að vita að það er "nóg til" af fjöllum og maður er aldrei kominn á þann stað að maður hafi farið allt eða finnst ekkert vera nýtt. 

Hópurinn kom saman í Esjstofu miðvikudaginn 25. nóvember eftir að hafa gengið hressilega (og nokkuð blauta) göngu upp að Steini. 

Við ræddum hugmyndirnar góðu sem komu fram.  Sumt eru "nýir" tindar sem jafnvel enginn í hópnum hefur komið á.  Svo er fólk sem betur fer til í að fara aftur á fjöll þar sem vantaði kannski skyggni í síðustu göngu. 

Kvöldið var sérstaklega skemmtilegt þar sem Guðrún Ragna fagnaði fertugsafmæli einmitt þennan dag.  Guðrún er mikil fjallageit en hún setti sér það markmið í byrjun árs að fara í 40 fjallgöngur fyrir afmælisdaginn.  Hún stóð heldur betur við markmiðið því þetta var 59. gangan hennar!  Það var auðvitað sungið upp við Stein og svo aftur niðri í Esjustofu.  Allur hópurinn heppinn að hafa þessa öflugu fjallkonu með sér! 

Við munum kynna nýja fjallgönguáætlun fyrir næsta ár í desembermánuði. 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli