Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Kirkja kennd viđ tröll

Kirkja kennd viđ tröll


Júlígangan okkar var á slóðir sem voru nokkuð "nýjar", a.m.k. fyrir fararstjórana.  Ferðinni heitið upp á Mýrar, nánar tiltekið á Kolbeinsstaðafjall sem liggur milli Hnappadals og Hítardals.  

Fyrst var förinni heitið á tilkomumikla klettaborg sem gnæfir yfir svæðið og nefnist Hrútaborg og er 812 m.y.s.  Það blés svolítið á okkur að norðaustan.  Eins og í svo mörgun ferðum á þá er mesti vindurinn á tveimur stöðum: á bílastæðinu og á toppnum!  

Það er svolítið príl upp á Hrútaborgina sjálfa en ekkert vandamál ef varlega er farið.  Toppamynd nr. 1 tekinn þar. 

Síðan var haldið eftir hrygg (Steinahlíð) að sjálfu Kolbeinsstaðafjalli sem skartar hinni tilkomumiklu Tröllakirkju (862 m.y.s.) en hún er ein af þremur tindum með sama nafni á Vesturlandi.  Fyrst þrætt austan megin undir tveimur hnjúkum sem hvorugur hafa nafn á kortinu en óstaðfestar heimildir nefna þann nyrðri Fögruhlíðarhnúk.  Við lyftum okkur upp í skarð og fetuðum okkur meðfram Tröllakirkjunni vestan megin.  Hækkuðum okkur aftur upp og birtist þá nýtt og glæsilegt sjónarhorn á þennan magnaða tind.  

Á Tröllakirkjuna er ekki farið með stóran nema vera með línu til að tryggja öryggi og var því staðar numið sem var skv okkar áætlun.  En nokkrir úr óþekku deildinni gátu ekki setið á sér og príluðu upp á kirkjuna sjálfa.  Við hin sátum í makindum og fylgdumst með.  Eftir nokkrar brosmildar "selfie" myndir á toppnum kom óþekka deildin til baka með pínu montbros á vör!  

Uppsöfnuð hæðarhækkun var 1070 metrar á þessari 14 km göngu.  Frábær dagur á fjöllum þrátt fyrir örlítinn blástur!  

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli