Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Tindfjallajökull - tékk!

Tindfjallajökull - tékk!


Sjálfur Tindfjallajökull var verkefni okkar laugardaginn 16. maí.  Veðurspáin leit hreint ekki vel út þann daginn og ákváðu fararstjórar því að fresta för til sunnudags.  

Mikill snjór er í fjöllum þetta vorið sem gerði það að verkum að ekki var hægt að keyra upp að neðsta skála (Björgunarsveitarskálanum).  Þess vegna var smávegis óvissa um hversu löng gangan yrði.  

Vorið blasti við um alla Fljótshlíð á þessum fallega sunnudagsmorgni.  Milt og gott veður og ægifögur sýn yfir á Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla.  Hópurinn keyrði upp að snjólínu (uþb 490 m hæð) og hófst gangan þar.  Um 50 mínútur tók að ganga upp að Björgunarsveitarskálanum þar sem fyrsta stopp var tekið.  Blár himinn hér og það gaf von um að við fengjum skyggni upp á Ými en það var of snemmt að segja til um slíkt.  

Færið var frekar mjúkt fyrstu brekkurnar og sökk hópurinn í "slush-ið".  Í Miðdal (skáli í einkaeigu) var fjölskyldufólk samankomið sem lék sér á svæðinu á jeppum, svig- og gönguskíðum.  Ekki á hverjum degi sem svona fjölbreytt mannlíf er í jöklagöngu.  Þar fengum við staðfest að það sá ekki út úr augum daginn á undan, snjóbylur á köflum...já við völdum rétt að seinka um einn dag. 

Eftir að komið var upp á jökul sjálfan í uþb 1150 m hæð fór skyggnið að minnka og örlítið snjófjúk fór af stað.  Þannig fór að við gengum í engu skyggni síðasta kílómeterinn.  Það spillti ekki gleðinni i hópnum að koma upp á Ými (1475 m mældur) þótt útsýnið vantaði.  

Hópurinn sýndi styrk sinn enn og aftur að klára þessa göngu með glæsibrag við krefjandi aðstæður á toppnum.  Fremstu menn tróðu nýjan snjóinn alla leiðina.  Vegalengd göngunnar var sléttir 25 km sem tók hópinn um 9 klst. og 15 mínútur.  Ævinstýradagur í Tindfjöllum. 

MYNDIR ÚR FERÐINNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli