Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Gljúfurdalur-Ţverfell

Gljúfurdalur-Ţverfell


Miðvikudagsgangan í maí var Esjuganga eftir frekar óhefðbundinni leið.  Hist var við staðinn þar sem gangan á Kerhólakamb hefst;  skammt frá stórbýlinu EsjubergI þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson kom sér fyrir.  

Gengið var inn í gilið sem Grundará rennur um, klöngrast upp um klettaborg í miðju gili sem leiddi göngufólkið í Gljúfurdal.  Upp dalinn var gengið í góðu skjóli en suðaustanáttin var farin að láta á sér kræla þennan daginn.  

Gljúfudalur leiðir göngumenn beinustu leið að Steini (587 m.y.s.) og var tekin nestispása þar.  Já skemmtileg og fáfarin leið upp að þessum vinsælasta gönguáfanga landsins. Ekkert skjól fyrir suðaustanáttinni þarna sem skók manni til og frá.  En það var hlýtt og úrkomulaust, það var fyrir mestu. 

Haldið var út á Þverfell (479 m.y.s) sem er eins konar fjall í fjallinu og fáir velta fyrir sér.  Þar kemur maður niður að Búhömrum sem eru þekktir klettar ofan við bæinn Skriðu.  

Fínasta ganga sem mældist 7,4 km að lengd og 2 klst. og 55 mínútur.  

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli