Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Helgafell - fyrsta gangan

Helgafell - fyrsta gangan


Fyrsta gangan þetta árið verður farin á Helgafell í Mosfellsbæ næstkomandi miðvikudag.  Gangan hefst kl. 18 við afleggjara af Þingvallavegi (nánari lýsing að neðan).  Þetta er létt kynningarganga og eru allir velkomnir - engin þörf á að skrá sig!  

Helgafell er 215 metra hátt en þrátt fyrir að vera ekki hærra er fallegt útsýni af toppnum yfir Mosfellsdalinn, nærliggjandi fjöll og sundin blá blása við manni.  

Veðurspáin er ágæt; gert ráð fyrir suðaustan átt með kvöldinu og hlýnandi veðri.  Vindur um 5-8 m/s og um 1-2 stiga hiti. 

Nauðsynlegur aukabúnaður: Höfuðljós eða vasaljós.  Mælum einnig sterklega með hálkugöddum eða öðrum broddum ef einhver hálka verður á vegi okkar.  Grein um hálkugadda.  Búnaðarlista er að finna hér á síðunni.  

Ökuferðin (sjá kort fyrir neðan): Frá Reykjavík er ekið í gegnum Mosfellsbæ þar til beygt er til hægri inn á Þingvallaveg (leiðin í Mosfellsdal).  Eftir 4-500 metra er beygt til hægri inn á afleggjara (Ásar).  Söfnumst þar saman.  

Gangan tekur u.þ.b. 1,5 klst og er um 4 km að lengd.  

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli