Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Áriđ kvatt á Úlfarsfelli

Áriđ kvatt á Úlfarsfelli


Fjallgönguáskoruninni þetta árið lauk á gamlársdag með sérstakri hátíðargöngu.  Gengið var á Úlfarsfell (295 m.y.s.) frá skógræktinni við Vesturlandsveg.  

Veðrið var bjart og fallegt sem var ákjósanlegt enda gott  að líta yfir farinn veg á síðasta degi ársins; sjá stóru myndina og minnast alls þess góða sem árið 2014 bauð upp á.  Sjá veginn framundan fyrir sér í huganum og  hugsa með bjartsýni og eldmóð á nýjar áskoranir, sérstaklega þegar á brattann er að sækja! 

Hópurinn kvaddist innilega í lok göngu og þökkuðu fararstjórarnir Haraldur og Örvar þessum frábæra hóp fyrir þátttökuna og ánægjulega samveru.  Vinabönd hafa myndast og tengslin styrkst.  Fyrir höndum er nýtt ár sem býður upp á spennandi og skemmtileg ævintýri. 

or   Sjá allar fréttir

+ Myndir

               
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli