Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Syđstasúla í sólskini

Syđstasúla í sólskini


Það er óhætt að segja að við höfum verið nokkuð heppin með veður þetta árið á fjallgöngunum okkar.   Laugardagurinn 11 .október var bjartur og fallegur en eins og undanfarnar vikur var von á svolítilli móðu frá eldgosinu í Holuhrauni. 

Þennan dag lögðum við 29 manna hópur af stað í göngu á hæsta tind Botsnssúlna, Syðstusúlu sem er 1093 m.y.s.  Vestursúla er einungis nokkrum metrum lægri.  Við gátum keyrt vel áleiðis (inn fyrir Súlnagil og Orustuhól) sem styttir þessa göngu um ca. 1 klst.  Gengið var norðan megin á fjallið að hryggnum sem leiðir mann upp og eftir endilöngu fjallinu á toppinn.  Annar hópur var á undan okkar en hann valdi að fara beinni og brattari leið á toppinn eins og sést á einni myndinni.  Báru menn svo saman bækur þegar hóparnir hittust á toppnum. 

Það var hvasst um morguninn og greinilegt af skýjafarinu að það var hífandi rok upp á fjallinu.  Það rættist þó heldur betur úr þessu því það lægði eftir því sem leið á daginn og smá gola þegar komið var upp á hrygginn og síðasti kílómetrinn þræddur á toppinn.  Þar var Jón Gauti á ferð með Fjallafólk sem er hópur frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. 

Gangan tók í heild 4 klst og 45 mínútur.  Hæðarhækkunin mældist 907 metrar og heildarvegalend 9,7 km.  

Myndir úr göngunni eru á myndasíðum

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli