Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Skessuhorn í Skarđsheiđi

Skessuhorn í Skarđsheiđi


Verkefnið þennan fallega laugardag í september var ekki af verri endanum: sjálft Skessuhorn í Skarðsheiði.  Skessan, eins og fjallið er oft nefnt, er eitt fegursta fjall á suðvesturlandi og rís 964 m. yfir sjávarmál.  Einstaklega formfagurt og tignarlegt með sínar hvössu brúnir.  Sumir segja að þetta sé Matterhorn okkar Íslendinga.  

Gangan hófst skammt frá bænum Horni en þaðan liggur greið leið upp að fjallinu.  Hækkunin, áður en fjallgangan sjálf hefst, er u.þb. 550 metrar.  Nokkuð hvass vindur var á móti voru menn hugsi yfir hvernig vindurinn yrði upp á hryggnum.  

Gengið var meðfram norðurhlið fjallsins til vesturs og inn í kvos áður en lagt var upp bratta brekku vestanmegin í fjallinu.  Í þessari brekku er nokkuð grýtt og farið er um hliðarhalla um tíma.  Þetta er í raun erfiðasti kafli göngunnar því að gangan eftir hryggnum sjálfum er auðveld og þar er brattinn að mestu búinn.  

Ekki reyndist þörf á að hafa áhyggjur af vindstrengnum því hann minnkaði þegar komið var í brekkuna sjálfa.  Þegar komið var upp var smám saman að létta til þannig að gott útsýni gafst yfir Borgarfjörðinn.  Þó að fjallið sé næstum 1000 m. hátt gefur það ekki útsýni til austurs/suðurs því Skarðsheiðin sjálf skyggir á. 

Það var frábær tilfinning að koma upp á topp á þessu tignarlega fjalli og hópurinn, sem taldi 20 manns, var himinlifandi.  Verst hvað margir forfölluðust þennan laugardag.  Göngufólkið var sammála um að um þessa göngu væri hægt að segja "léttara en ég hélt" og eru það orð að sönnu.  Fjallið er ekki beint árennilegt þegar horft er á það úr norðri en þessi fjallganga er ekki erfið í samanburði við önnur fjöll sem hópurinn hefur toppað á árinu.  Þar væri hægt að nefna t.d. Herðubreið, Hlöðufell og Baulu.  

Enn eitt stórkostlegt fjallið toppað!  Sjá myndir á myndasíðum

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli