Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Drottning íslenskra fjalla

Drottning íslenskra fjalla


Herðubreið var á dagskrá Fjallafélagsins þann 19. júlí síðastliðinn. Fararstjórar lágu yfir veðurspám í aðdragandanum og var sú ákvörðun tekin að fresta um einn dag þar sem spáin gaf fyrirheit um betra skyggni á sunnudeginum en fjallið er vissulega þekkt fyrir að draga til sín ský; ekki ósvipað eins og Hekla frænka fyrir sunnan.  

Hluti hópsins gisti í Herðubreiðarlindum en aðrir komu akandi um morguninn frá Mývatni.  42 manna hópur lagði af stað bjartsýnn af stað á fjallið en þykk skýjahula lá yfir þennan morguninn.  

Fararstjórar höfðu heyrt frá göngumönnum sem nýlega fóru á toppinn að töluverður snjór væri á leiðinni.  Það stóð heima.  Ekki var um að annað að ræða en að setja allann hópinn í öryggisbúnaðinn: belti, lína, broddar, ísaxir og hjálmar.  Stóra verkefnið snérist um að hækka sig um 250 metra á brattri snjófönninni uns komið væri upp á brúnina þar sem brattinn minnkar snarlega.  Hér ber að geta þess að ein mesta hættan við blessaða drottninguna er grjóthrun og er fyllsta ástæða til þess að vara sérstaklega við þessu.  Grjót getur komið æðandi niður fjallið án nokkurs fyrirvara þegar göngufólk á síðst von á!  Hópurinn var að mestu leyti laus við grjóthrun þennan dag enda snjór undir fæti þar sem brattast er.  

Allt gekk vel þennan daginn og 42 manna hópurinn toppaði með glæsibrag!  Þeir sem til þekkja segja að þetta sé einn allra stærsti hópur sem hefur gengið á fjallið fyrr og síðar! Skyggnið lét á sér standa því miður þennan dag en allir komu brosandi heilu og höldnu niður eftir ævintýralega göngu á þetta magnaða fjall og voru einhverjar þá og þegar ákveðnir í að koma aftur!  Í Herðubreiðarlindum bauð Fjallafélagið upp á rjúkandi kjötsúpu sem var kærkomin eftir þessa ævintýarlegu göngu.  

Myndir eru á myndasíðum

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli