Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Snćfellsjökull viđ sólstöđur

Snćfellsjökull viđ sólstöđur


Fjallgönguáskorun Fjallafélagsins hélt göngu sinni áfram þann 21. júní síðastliðinn þegar vaskur hópur göngufólks lagði til atlögu við hinn fornfræga Snæfellsjökul.  Daginn bar upp á sumarsólstöður sem er sá dagur er sól gengur fjærst miðbaug og er þannig lengsti dagur ársins á norðurhveli jarðar og jafnframt sá stysti á suðurhveli jarðar. 

Fararstjórar voru pólfararnir Haraldur Örn og Vilborg Arna ásamt fjallagörpunum Guðmundi (Gumma Stóra) og Guðjóni Kjartans. 

Dagurinn byrjaði í lágskýjuðu en stilltu veðri.  Svolítill riginingarsuddi sem er ekki beint upplífgandi þegar fyrstu skrefin eru tekin.  Uppgangan gekk vel og tók rétt tæpar 3 klukkustundir.  Smám saman lét þykkviðrið undan og skýin hörfuðu hægt og rólega.  Allt í einu glitti í aðra Þúfuna sem kallaði fram aðdáun og bros á andlitum leiðangursmanna.  

Fyrr en varði var sólin farin að baka fólkið og fegurðin blasti við þótt skýin hafi þó hulin flest fjöll í grendinni.  Þetta var eins og að vera í flugvél að horfa svona ofan á skýin.  Hópurinn eyddi góðum klukkutíma uppi á toppi þar sem gleðin var við völd.  

Frábær sumardagur á jökli!  Myndir úr ferðinni eru á myndasíðum

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli