Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Gleđi og gúllassúpa

Gleđi og gúllassúpa


Að smyrja og pakka nestinu er eins og hver önnur rútína í fjallamennskunni.  Maður verður vanafastur og leiðir e.t.v. ekki hugann mikið að því að næringin er jú sennilega eitthvað það mikilvægasta sem maður setur ofan í bakpokann. 

Við hjá Fjallafélaginu erum sérstakir áhugamenn um gott nesti og höfum undanfarið verið að prufa til gagns og gamans vörur sem við höfum ekki þekkt áður.  Eftir að hafa prófað nokkrar mismunandi kjötvörur sem álegg þá komumst við að því að Ölpylsan frá SS er snilldarvara í styttri og lengri fjallgöngur.  Þetta er elduð og tilbúin pylsa sem maður bítur beint í og er þannig góð tilbreyting frá brauðmetinu.  Hún er mátulega stór þannig að maður getur skellt einni slíkri í sig í nestisstoppi eða jafnvel gripið í orkubitann á miðri göngu.  Mjög þægilegt að grípa þetta með sér í gönguna - engin fyrirhöfn. 

„Við borðum oftast mikið af kolvetnum í fjallgöngum.  En líkaminn þarf líka á próteini og fitu að halda í útiverunni, ekki síst á lengri göngum og þegar kalt er í veðri.  Þessi pylsa er akkúrat það rétta til þess að uppfylla þessa þörf.  Svo er þetta virkilega bragðgott, en það skiptir miklu máli.  Þegar ég segi fólki að taka með sér gott nesti þá meina ég líka að því finnist maturinn bragðgóður“ segir Haraldur Örn, stofnandi Fjallafélagsins. 


 

Eftir frábæra ferð Fjallafélagsins á Eyjafjallajökul í lok apríl gæddu ferðalangarnir sér á Gúllassúpu frá SS.  Hún kom tilbúin og var hituð í stórum potti og ferskt brauð frá Björnsbakari Vesturbæ með.  Eftir 10 klukkustunda jöklagöngu var ekki hægt að hugsa sér betri máltíð!  Súpan bragðaðist virkilega vel enda hafði ferðafólkið orð á því.

„Eftir langan dag á fjöllum er aðalmálið að fá góðan og næringarríkan mat sem maður þarf að hafa sem minnst fyrir.  SS gúllassúpan er akkúrat það rétta.  Svona hentar þetta líka vel í útileguna og leiðangra...góður "base camp" matur “ segir Örvar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fjallafélagsins.  

Nánari upplýsingar um SS Ölpylsu

Nánari upplýsingar um SS Gúllassúpu

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli