FJALLAFITT námskeiðið - það er ekki of seint að skrá sig!
Æfing 2 af 10 er á mánudaginn, 2. í páskum kl. 18. Hefst á bílastæðinu við upphaf stígsins við Vífilsstaðahlíð.
Á fyrstu æfingunni byrjuðum við á tæplega 3 km skokki eftir margbreytilegum stíg í Svínahrauni. Tókum svo góða brekkuæfingu; 5 reps af brekkusprettum í 3 mismunandi lengdum til þess að höfða til mismunandi getustigs. Enduðum á plankaæfingu og teygjum þar sem áhersla var lögð á opna mjaðmasvæðið. Heildarvegalengd æfingarinnar var rúmlega 6,5 km og tók um 75 mínútur. Þessar fyrstu æfingar mun vera með svipuðu sniði enginn þó eins. Allar upplýsingar á http://www.fjallafelagid.is/fjallafitt