Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Kerhólakambur á miđvikudegi

Kerhólakambur á miđvikudegi


Miðvikudaginn 26. febrúar lögðu 40 Fjallafélagar á Kerhólakmb í Esjunni.  Það er gaman að kynnast nýjum gönguleiðum á Esjuna en hluti hópsins hafði ekki farið þessa leið áður.  Hún er nokkurn veginn jafnbrött alla leiðina og meira krefjandi en hin hefbundna leið á Þverfellshorn sem liggur upp að Steini.  Gangan hefst í gilkjaftinum á Gljúfurdal sem liggur langt upp fjallið og teygir sig í norðaustur í átt að Þverfelllshorni.  Á góðum degi er hægt að ganga í hring með því að ganga fyrst upp á Kerhólakamb, ganga austur eftir honum yfir á Þverfellshorn og koma niður Gljúfurdalinn og enda á sama stað.  

Það var blástur á uppleiðinni en engu að síður nokkuð hátt hitastig miðað við árstíma.  Fyrst var staldrað við við "hólinn" sem mældist í 560 metra hæð skv siglingatækjum leiðsögumanna.  Nokkrir ferðalangar voru tímabundnir og ákveðið var að einn farastjóri myndi fylgja litlum hóp niður aftur.  Þarna var tekið að rökkva og í slíkum aðstæðum er mjög erfitt án GPS tækis að finna réttu leiðina niður í gilið þar sem gangan hófst.  Það eru varasamir klettar á þeim slóðum. 

Snjólaust var upp í uþb 650 metra hæð en þá voru hálkugaddar settir undir og gerðu þeir sitt gagna enda hjarnið frosið og klaki inná milli.  Í slíkum aðstæðum grípa gaddarnir nokkuð vel þó þeir hafi sínar takmarkanir.  Hópnum hafði verið skipt upp og fór fyrsti hópurinn alla leið upp á hæsta punkt Kerhólakambs sem er í 852 m hæð.  Næsti hópur lét sér nægja að fara upp á svonefnt Kambshorn sem er örlítið lægra en engu að síður góður og gildur "toppur". 

Á niðurleiðinni var blíðskaparveður og stjörnubjart.  Slökkt var á höfuðljósum ofan í gilinu þar sem kyrrðin réð ríkjum og horft upp í glitrandi himinhvolfið.  Ferðalangar gengur ánægðir í bíla sína en ferðin tók um 3 klst og 20 mínútur í heildina.  

Myndir úr ferðinni eru á Myndasíðum. 

or   Sjá allar fréttir

+ Myndir

                             
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli