Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Ćgifagurt á Akrafjalli

Ćgifagurt á Akrafjalli


Þátttakendur í Fjallgönguáskoruninni fengu frábært útsýni af Akrafjalli laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn.  Glampandi sól og loftið kristaltært.  Norðaustanáttin var á sínum stað eins og síðustu vikuna og var frostið um 3-4 stig.  

Gengið var á Geirmundartind sem 643 metra hár en þá fylgir göngufólkið fjallsbrúninni upp allan norðurhygg fjallsins þar til maður stendur á þessum hæsta tind fjallsins.  Útsýnið til norðurs var stórkostlegt, Snæfellsnes, Borgarfjörður, Hafnarfjall, Skarðsheiði og fleira.  Í suðri/austri sáu glöggir menn í Heklu,  Kálfstinda og fleiri fjöll.  Höfuðborgin og allt Reykjanesið á sínum stað. 

Hópnum var skipt þannig að einn minni hópur gekk hratt en stærri hópur gekk á "venjulegum" hraða.  Frábær dagur á fjöllum. Myndir eru inni á myndasíðum

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli