Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Stóra-Kóngsfell viđ Bláfjöll

Stóra-Kóngsfell viđ Bláfjöll


43 manna hópur Fjallafélaga gengu á Stóra Kóngsfell (602 m.) sl. miðvikudag.  Stóra Kóngsfell blasir við skíðafólki í skíðabrekkunum í Bláfjöllum en þær voru reyndar lokaðar þetta kvöld enda norðaustanátt á svæðinu sem er skæð á þessum slóðum.  Vindhraðinn um 8-13 metrar og eitthvað hvassara á fjallstoppum.  

Fyrst var barmurinn á Eldborginni genginn en þetta er sprengigígur sem er talið að hafi gosið skömmu fyrir landnám.  Því næst var gengið á lítið fell sem heitir Drottning (520 m), og loks á Stóra Kóngsfell (602 m).  Hópurinn gekk á syðri enda fjallsins þar sem marka má stíg.  Hann var háll á nokkrum stöðum og fara þarf um tvær fannir þegar ofar dregur.  Nokkur hálka var á leiðinni en hálkugaddar og göngustafir göngufólksins komu í veg fyrir vandræði.

Gangan tók í heildina 2 kls og 15 mínútur.  Myndir úr ferðinni eru á myndasíðum.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli