MYNDIR AF HVANNADALSHNÚK OG HRÚTSFJALLSTINDUM
Fjallafélagar lögðu samtímis á Hnúkinn og Hrútsfjallstinda kl. 2 aðfararnótt sunnudagsins 2. júní. Veður var hið besta en nokkur skýjahula í fyrstu. Flótlega greiddist úr skýjunum og tindar Öræfanna blöstu við í sólarblíðu. Göngufæri var nokkuð þungt þar sem mikill nýfallinn snjór hafði byggst upp síðustu daga. Allt gekk þó vel og allir skiluðu sér með dugnaði á toppana og heilir niður.
Svo skemmtilega vildi til að fyrstu línurnar komu samtímis upp á topp Hvannadalshnúks og Hrútsfjallstinda og um tíma gátu hóparnir séð til hvors annars.
Alls töldu hóparnir báðir 55 manns en margir höfðu tekið þátt í 10.000 metra áskorun Fjallafélagsins sem hófst í janúar síðastliðnum. Alls voru farnar 18 æfingagöngur í þeirri áætlun áður en haldið var á lokatakmarkið