Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Norđurljós í ţjóđgarđinum

Norđurljós í ţjóđgarđinum


Fjallafélagið stóð á dögunum fyrir aukaferð sem hluta af 10.000 metra áskoruninni, en ferðin hlaut heitið Norðurljós í þjóðgarðinum. Gengið var um þjóðgarðinn á Þingvöllum síðla kvölds. 

Ferðin hófst á hinni fornu þjóðleið um Langastíg sem liggur ofan í Stekkjargjá en fljótlega slökkti hópurinn á öllum höfuðljósum og þá varð upplifunin fyrst raunveruleg.  Tæplega hálfur máninn og stjörnurnar sáu um lýsinguna.  Barmar og klettaveggir Almannagjár sem og önnur náttúrubrigði tóku á sig nýjar myndir í myrkrinu.  Staldrað var við nokkra merka staði á leiðinni, en þar má nefna Gálgaklett þar sem fundist hafa mannabein á síðari tímum.  Öxarárfoss lét kröftuglega í sér heyra, umlukinn klakaböndum, og máninn speglaðist í Öxaráinni þar sem hún liðast fram með kirkjugarðinum við Þingvallakirkju. 

Hópurinn naut góðs af leiðsögn og gestrisni Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum.  Öllum hópnum var boðið í Þingvallabæinn í heitt súkkulaði og Nóa konfekt.  Margt var skrafað og spjallað og greinilegt að hópurinn var forvitinn um þróun mála í þjóðgarðinum, sem er einn helgasti staður okkar Íslendinga. 

Gangan endaði svo við upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins við Hakið en þar stoppa þúsundir ferðamanna í hverri viku en vinsælt er um þessar mundir að heimsækja Þingvelli til þess að skoða Norðurljós.  Nýlegar rannsóknir á ljósmengun að Þingvellir er einn ákjósanlegasti staðurinn í nágrenni Reykjavíkur til þess að njóta Norðurljósa.  Þetta kvöld var virkni ljósanna ekki mikil en þó sást dágóð slæða á himninum í norðri.

Myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndasíður.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli