Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Bankađ á bakdyr Esjunnar

Bankađ á bakdyr Esjunnar


Vorveðrið var enn og aftur ríkjandi laugardaginn 23. febrúar þegar rúmlega þrjátíu þátttakendur í 10.000 metra áskorun Fjallafélagsins bönkuðu á bakdyr Esjunnar.  Gengið var á Skálatind ofan Eilífsdals.  Gönguleiðin var eftir mikilfenglegum hrygg sem skilur að Eilífsdal og Flekkudal en þetta er þægileg leið til þess komast í efri brúnir Esjunnar á þessum slóðum.  Eilífstindur og Þórnýjartindur, nágrannar Skálatinds, heilsuðu með virktum en voru brúnaþungir með gráa skýjaslæðuna á kollinum.  Gott útsýni fékkst yfir Kjósina, Meðalfellsvatn, Miðdal, Eyrarfjall og nágrenni. 

Mikil þýða var í jörðu eftir öll hlýindin undanfarið enda bar skóbúnaður hópsins þess glögglega merki eftir að hafa dýft sér í mjúkan aurinn á leiðinni. 

Lagðir voru að baki 11 kílómetrar á sléttum 4 klukkustundum.  Hæðarhækkunin var 745 metrar og fór hópurinn þar með umfram hækkunartakmarkið í þessari göngu.  Enda má segja að hópurinn hafi farið upp fyrir "toppinn" í þetta skiptið. 

Myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðum.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli