Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Fyrsta fjallgangan 23. janúar

Fyrsta fjallgangan 23. janúar


Fyrsta fjallgangan í 10.000 metra áskorun Fjallafélagins er miðvikudaginn 23. janúar.  Gengið verður á Helgafell ofan Hafnarfjarðar og hefjum við gönguna kl. 18:00 við Kaldársel (Kaldárbotna).  Við minnum á að höfuðljós eru nauðsynleg í miðvikudagsgöngum í janúar, febrúar og mars.

Þessi ganga er eingöngu ætluð þeim sem skráðir eru í 10.000 metra áskorunina. 

Akstursleið: Frá Reykjavík er ekið Reykjanesbraut til Hafnarfjarðar.   Akið sem leið liggur framhjá N1 bensínstöðinni (hringtorg við Lækjarskóla/Lækjargötu).  Beygt til hægri af Reykjanesbraut (upp að kirkjugarðinum) og aftur til hægri og er maður þá kominn á Kaldárselsveg.  Beint áfram í gegnum hringtorg (við Áslandshverfið) og áfram sem leið liggur framhjá hesthúsahverfinu og til Kaldársels (rúmlega 5 km akstur frá hringtorginu að Kaldárseli).

Spáð er mildu og nokkuð björtu veðri.  Frábært að hefja árið á fjöllum í þessum aðstæðum!

Sjáumst hress á fjöllum!
FJALLAFÉLAGIÐ

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli