Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Suđurpólsganga Vilborgar hafin

Suđurpólsganga Vilborgar hafin


 

Vilborg er lögð af stað!  

Hin tæplega 1200 km Suðurpólsganga Vilborgar Örnu Gissurardóttur hófst um miðjan dag í dag.   Hægt verður að fylgjast með daglegum bloggfærslum frá Vilborgu á vefsíðu leiðangursins, www.lifsspor.is

Vilborg hefur þurft að bíða eftir réttu flugskilyrðunum í Punta Arenas í Chile undanfarna daga en núna er hin langþráða stund runnin upp þar sem fyrstu skrefin eru tekin.

Vilborg stefnir að því að verja u.þ.b. 50 dögum í gönguna og verða þannig fyrsta íslenskra konan til þess að koma á Suðurpólinn.  Hún þarf að ganga að meðaltali um 22 km á dag.  Hún gengur af stað með tvo sleða í eftirdragi sem vega um 100 kg í byrjun ferðar.

Við hjá Fjallafélaginu fylgjumst grant með leiðangri Vilborgar eins og fjölmargir Íslendingar og segjum: GANGI ÞÉR VEL!

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli