Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Stóri-Meitill

Stóri-Meitill


Stóri-Meitill var viðfangsefni 9 þúsund metra áskorenda í gærkvöld þegar 8. æfingaferðin var farin. Stóri-Meitill lét mannskapinn hafa ærið fyrir sér og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Ísaðar brekkur, hávaðarok og fimbulkuldi mætti þátttakendum sem voru 22 að þessu sinni. Ferðin hófst við Stakahnúk og lá suðaustur að Stóra-Meitli. Norðan 11 msek og 6 stiga frost var á láglendinu, en skrúfaðist upp í 20 msek og mikla vindkælingu þegar ofar dró. Eftir snarpa rimmu við aðalbrekkuna stóð hópurinn á tindinum í 514 metra hæð. Þá var niðurferðin eftir og fékk fjallgöngusveitin vænan skammt af stormi og skafrenningi í fangið. Komið var niður í bíl rétt fyrir kl. 21. Gangan tók 2 klukkustundir og 45 mínútur. Fullyrða má að þetta hafi verið mest krefjandi ferðin í 9 þúsund metra áskoruninni til þessa. Allir voru vel búnir og stóðust þessa prófraun með glans. Kíkið á myndir á myndasíðum.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli